Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hneykslismál Sjálfstæðisflokksins ekki fyrirstaða, enda séu „vandamál í öllum flokkum“

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­mað­ur Vinstri grænna, legg­ur hneykslis­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins að jöfnu við mis­tök og galla annarra flokka. „Ég held að það séu vanda­mál í öll­um flokk­um,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir að­spurð um frænd­hygli Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Harma­geddon-við­tali.

Hneykslismál Sjálfstæðisflokksins ekki fyrirstaða, enda séu „vandamál í öllum flokkum“

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að hneykslismál Sjálfstæðisflokksins séu sambærileg þeim mistökum og göllum sem aðrir stjórnmálaflokkar hafa verið gagnrýndir fyrir á undanförnum árum. Í þessu samhengi bendir hann á „litla samhæfni“ Pírata og aðkomu Samfylkingarinnar að ríkisstjórn Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins auk þess sem hann rifjar upp að Vinstri græn hafi sætt gagnrýni fyrir „ýmis mistök“ í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. 

Þetta kemur fram í umræðum á Facebook-síðu Ara Trausta, sem var oddviti VG í Suðurkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar. Ari er spurður hvort VG taki síendurtekna misbeitingu Sjálfstæðisflokksins á valdi alvarlega. Hann svarar með því að vísa til þess að allir flokkar hafi sinn djöful að draga. Orðrétt skrifar Ari: „Skoðaðu flokkana sem til reiðu eru: VG harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mistök í Jóhönnustjórn, S gagnrýnd fyrir stjórn með Geir H. og stjórnina með VG, Miðflokkurinn býsna óljós í kringum einhvern mest gagnrýnda stjórnmálamann Íslands, Framsókn nýkomin úr tæpl. 4 ára sveltistjórn með D. C-ið harðir markaðshyggjustjórnmálamenn, P gagnrýndir fyrir litla samhæfni og F býsna óljós þegar kemur að framkvæmd sinnar stefnu og með umdeildan rasisma að baki. Og D-ið, um hann má skrifa margt og ófagurt. Hvernig vinna stjórnmálamenn sem eiga skv. stjórnarskrá að mynda ríkisstjórn úr þessu landslagi? Þeir ræða alvarlega við alla í þeirri röð sem getur talist SKÝRANDI um möguleikana. Daðra við alla, rökræða við alla, reyna að finna andstöðu og samstöðu.“

Málflutningur Ara Trausta er í sama anda og ummæli sem Katrín Jakobsdóttir lét falla í Harmageddon-viðtali á dögunum. Þegar útvarpsmaðurinn Máni Pétursson vakti máls á tilhneigingu Sjálfstæðisflokksins til frændhygli á kostnað hins opinbera sagði Katrín: „Ég held að það séu vandamál í öllum flokkum svo maður segi það nú.“

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa róið á mið útlendingaandúðar

Fullyrt er í frétt sem birtist á Vísi.is í dag að Edward Hákon Hujbens, varaformaður Vinstri grænna, telji að ekki geti skapast sátt um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nema Bjarni Benediktsson, formaðurinn, verði utan ríkisstjórnarinnar. 

Edward Hujbensvaraformaður VG

Stundin hafði samband við Edward og spurði hvort þetta væri raunverulega hans afstaða. Hann segir að svo sé ekki. Edward segist hafa verið að lýsa þeim röddum sem hafi heyrst innan flokksins. „Þarna er ég ekki að lýsa afstöðu minni heldur þeim sjónarmiðum sem flokksmenn hafa viðrað við mig,“ segir hann. Sjálfur segist Edward treysta Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur til að meta hvað er skynsamlegast í þessum efnum. 

Samfylkingin, Píratar og Viðreisn lýstu í gær yfir vilja til að ræða við Vinstri græn um myndun ríkisstjórnar, annaðhvort með Framsóknarflokknum eða Flokki fólksins. Edward tjáði sig um þetta og sagði ljóst að Framsóknarflokkurinn væri alfarið á móti samstarfi við Viðreisn. Um leið vakti hann máls á því að það væri „sterk taug útlendingaandúðar“ í Flokki fólksins.

Stundin spurði Edward hvort hann teldi þetta frekar eiga við um Flokk fólksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn sem hefur rekið harða útlendingastefnuundanfarin ár og þrengt að réttindum fólks sem sækir um hæli á Íslandi. „Sá flokkur hefur vissulega verið að róa á þau mið, en Flokkur fólksins hefur sterkari stimpil á sér hvað þetta varðar,“ segir Edward. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár