Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mary, Joy og Sunday komin með dvalarleyfi

Hin átta ára gamla Mary er kom­in með dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. Dval­ar­leyf­ið kem­ur í kjöl­far laga­breyt­inga sem gerð­ar voru á Al­þingi í síð­asta mán­uði.

Mary, Joy og Sunday komin með dvalarleyfi
Fjölskyldan Joy, Mary og Sunday eru komin með dvalarleyfi. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Hin átta ára gamla Mary frá Nígeríu hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi ásamt foreldrum sínum Joy og Sunday. Halldór Kristján Þorsteinsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Stundina að fjölskyldan hafi verið kölluð á fund hjá Kærunefnd útlendingamála í morgun þar sem þeim var tilkynnt að kærunefndin hafi lagt fyrir Útlendingastofnun að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli 74. greinar laga um útlendinga, um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.  

Á síðasta degi þingsins í síðasta mánuði samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem gerði Mary kleift að fá endurupptöku á sínu máli. Lögin, sem samþykkt voru til bráðabirgða, styttu frest stjórnvalda til að vinna úr umsókn barns um hæli. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina var fresturinn styttur úr tólf mánuðum í níu og í málum þar sem umsókn hefur verið tekin til málsmeðferðar var fresturinn til að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða styttur úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Síðari breytingin kom sér til góða fyrir Mary og fjölskyldu hennar, enda hafði hún dvalið hér á landi lengur en í 15 mánuði. 

Allir flokkar samþykktu breytinguna nema Sjálfstæðisflokkurinn, sem taldi hana auka hættu á mansali. Lögfræðingur Rauða krossins sagði það hins vegar ólíklegt þar sem um væri að ræða breytingu til bráðabirgða, lögðin næðu aðeins yfir börn sem væru þegar komin til landsins og að einungis væri um að ræða styttri tímafresti. 

Halldór segir að í dag sé fjölskyldunni þakklæti efst í huga. „Það hafa svo margir komið að þessu,“ segir hann. „Bæði einstaklingar úti í bæ og frjáls félagasamtök sem hafa hjálpað þeim og það hefur greinilega skipt miklu máli. Það er fyrst og fremst pólitískum þrýstingi að þakka að þau fengu dvalarleyfi. Þessi breyting sem gerð var á Alþingi hefði aldrei komið til án þessa þrýstings. Það er fólkinu sem beitti þessum þrýstingi að þakka að þau fá dvalarleyfi og aðrar fjölskyldur í sömu stöðu. Svo auðvitað þingheimur sjálfur, þeir sem stóðu að því að koma þessu frumvarpi í gegn, þeim ber auðvitað að þakka.“

Fórnarlamb mansals

Halldór segir mikinn mun á andlegri líðan fjölskyldunnar frá því í sumar og brottvísun þeirra var yfirvofandi. „Nú brosa þau og hlæja,“ segir hann. 

Stundin sagði sögu fjölskyldunnar í júlí síðastliðnum en móðir Mary, Joy Lucky, er fórnarlamb mansal og var neydd í vændi áður en hún kom til Íslands. Faðir Mary, Sunday Iserien, flúði Nígeríu vegna pólitískra ofsókna en hann óttaðist mjög um líf sitt í heimalandinu. Þau sögðu þetta eina og hálfa ár sem þau höfðu þá dvalið hér á landi vera í fyrsta sinn í áratug sem þau hafi upplifað öryggi. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár