Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Biskup: Ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum

Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, seg­ir ekki sið­ferði­lega rétt að af­hjúpa sann­leik­ann með stoln­um gögn­um. Í flest­um lýð­ræð­is­ríkj­um er vernd heim­ild­ar­manna og upp­ljóstr­ara bund­ið í lög vegna lýð­ræð­is­legs gildi slíkra upp­lýs­ingaleka.

Biskup: Ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum
Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir segir ekki allt leyfilegt í leitinni að sannleikanum. Mynd: Pressphotos

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, segist ekki sammála því að allt sé leyfilegt í leitinni að sannleikanum. „Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir séra Agnes í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Ummælin koma í kjölfar lögbanns sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum sem sýna fram á tengsl viðskipta og stjórnmála í tilfelli Bjarna Benediktssonar, nú forsætisráðherra, í aðdraganda hrunsins. Lögbannið var sett að beiðni Glitnis Holdco, eignarhaldsfélags um eignir hins fallna banka Glitnis, síðastliðinn mánudag og mun félagið höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Fjölmargir hafa fordæmt lögbannið, þar á meðal formenn flestra stjórnmálaflokka hér á landi, Blaðamannafélag Íslands og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). 

Í viðtalinu segist Agnes meðal annars óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili okkur ekki einhverju nýju nema menn átti sig á því að það þurfi að taka sinnaskiptum. Þá segir hún að siðbót í íslensku þjóðlífi ætti að felast í endurnýjun á þeim gildum sem við höfum reitt okkur á í aldanna rás og hafa verið siðferðilegur grunnur lífsviðhorfa okkar. „Ein leið til að komast að rót vandans er að greina hann, draga sannleikann fram í hverju máli og núllstilla hlutina,“ segir Agnes, en segir hins vegar ekki allt leyfilegt í sannleiksleitinni og að ekki sé siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum.  

Uppljóstrarar gegni mikilvægu hlutverki

Í flestum lýðræðisríkjum eru lagaákvæði sem vernda heimildarmenn og uppljóstrara, meðal annars í málum þar sem stolin gögn varpa ljósi á sannleik sem á erindi til almennings. Fjölmörg dæmi eru um að stolin gögn, sem lekið er til fjölmiðla, hafi varpað ljósi á áður óþekktan sannleik. Frægasta dæmið er líklega mál Edwards Snowden sem árið 2013 lak trúnaðargögnum frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, til fjölmiðlanna The Guardian og The Washington Post. Gögnin afhjúpuðu umfangsmiklar persónunjósnir bandarískra yfirvalda á fólki í gegnum netið, meðal annars með því að safna vinalistum og skilaboðum í gegnum vinsæla tölvuþjónustuaðila á borð við Gmail og Facebook. Gagnasöfnunin byggði ekki á lagalegum grunni og vakti málið heimsathygli. 

Frumvarp um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara var lagt fram á Alþingi árið 2015. Í greinargerð með frumvarpinu sagði meðal annars að skoðana- og tjáningarfrelsið væri í flokki elstu og mikilvægustu réttinda þegnanna og væru óumdeilanlega ein af undirstöðum lýðræðisþjóðfélags. „Í íslensku þjóðfélagi hafa uppljóstrarar einnig gegnt mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum um misgerðir sem varða almannahagsmuni á framfæri. Þess konar mál koma reglulega til umræðu í þjóðfélaginu fyrir tilstilli fjölmiðla. Slík mál geta átt brýnt erindi til almennings en minna hefur þó farið fyrir umfjöllun um afleiðingar umfjöllunarinnar fyrir þann sem miðlaði upplýsingunum til fjölmiðla, þ.e. fyrir uppljóstrarann. Algengt er að þar hafi verið um að ræða starfsmann hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar eða mann með öðrum hætti nátengdan þeirri starfsemi sem upplýsingarnar varða í hvert sinn. Einnig er mjög algengt að starfsmaður sé látinn gjalda fyrir uppljóstrunina, svo sem að hann missi í kjölfarið starf sitt. 

Fyrrgreindar afleiðingar uppljóstrunar fyrir uppljóstrarann, og aðrar verri, hafa eðli málsins samkvæmt kælingaráhrif (e. chilling effects) á miðlun upplýsinga sem þessara þar sem uppljóstrarar hljóta að veigra sér við að koma upplýsingum á framfæri af ótta við afleiðingarnar. Þeir eru einnig oft bundnir lagalegum eða samningsbundnum trúnaðar- og þagnarskyldum gagnvart vinnuveitanda sínum og gætu jafnframt átt á hættu að þurfa að sæta afleiðingum uppljóstrunar samkvæmt því. Þá geta refsiákvæði átt við þegar þagnarskyldu- eða trúnaðarskylduákvæði laga eru brotin. 

Af sambærilegum ástæðum hefur verið lögð áhersla á vernd uppljóstrara á vettvangi alþjóðastofnana auk þess sem fjöldamörg ríki hafa þegar breytt lögum eða hafið slíkt ferli til verndar uppljóstrurum með það að markmiði að hvetja einstaklinga til að miðla upplýsingum um misgjörðir,“ sagði meðal annars í greinargerð með frumvarpinu. 

Þess má geta að frumvarpið var sent til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu á Alþingi, en komst ekki lengra og var því ekki samþykkt sem lög.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár