Fljótt á litið virðist sem vísindin hafi aldrei staðið styrkari fótum en einmitt þessa dagana. Öll erum við með tölvur í vasanum sem eru margfalt öflugri en þær sem komu manni á tunglið. Það styttist í að umhverfisvænir bílar komi okkur bílstjóralaust á áfangastað og jafnvel að hraðlestir komi okkur á milli borga álíka hratt og neðanjarðarlestir gera á milli stoppistöðva innan þeirra nú.
Og samt er eins og vísindin eigi undir högg að sækja. Forseti Bandaríkjanna hafnar þeim að hluta, á meðan aðrir neita að bólusetja börn sín þvert á allar rannsóknir. Trúin er talin jafngild þekkingunni og fólk þarf að fara í vísindagöngur til að styðja það sem áður þótti sjálfgefið.
Í Heidelberg í Þýskalandi er á hverju hausti haldin ein helsta vísindaráðstefna heims, þar sem vinningshafar hinna virtu Fields- og Turing-verðlauna kynna rannsóknir sínar fyrir vísindafólki ungu kynslóðarinnar, um 300 manns allt í allt. Í þetta sinn …
Athugasemdir