Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík

Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur og vara­formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir Sjálf­stæð­is­menn hafa taf­ið upp­bygg­ingu íbúð­ar­húsa í Reykja­vík því þeir hafa ekki vilj­að tala við Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Pírat­ar segja frá­leitt að and­úð Sjálf­stæð­is­manna á sitj­andi borg­ar­stjórn skuli leiða til þess að fjöldi borg­ar­búa fær ekki þak yf­ir höf­uð­ið.

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík
Jóna Sólveig Elínardóttir Varaformaður Viðreisnar. Mynd: Pressphotos

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðismenn hafa tafið uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík því þeir hafa ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í viðtali við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær.

Fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara orða. Þeir segja málið gríðarlega alvarlegt. 

„Um er að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi. Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki,“ segir í yfirlýsingunni. 

„Það er fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið.“

Hins vegar kemur einnig fram að ríkislóðirnar hafi ekki reynst reynst bráðnauðsynlegur liður í uppbyggingunni enda sé húsnæðisuppbygging í Reykjavík komin á gott skrið án þeirra. En í því ástandi sem við búum við sé allt sem sé til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál.

„Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða. Það er því miður einfaldlega hárrétt að það fór ekkert að hreyfast í þessum málum fyrr en ráðherrar Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, komu að borðinu og keyrðu samninga við borgina í gegn. Það er fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“

Fulltrúar Pírata segja ennfremur þakkarvert að Jóna Sólveig hafi haft hugrekki til að segja frá þessum samskiptum, enda geti oft verið vandasamt fyrir stjórnmálamenn að vekja athygli á slíkri framkomu vegna trúnaðar í samstarfi milli flokka. Þetta mál sé hins vegar þess eðlis að ekki sé réttlætanlegt að þegja um það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár