Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík

Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur og vara­formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir Sjálf­stæð­is­menn hafa taf­ið upp­bygg­ingu íbúð­ar­húsa í Reykja­vík því þeir hafa ekki vilj­að tala við Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Pírat­ar segja frá­leitt að and­úð Sjálf­stæð­is­manna á sitj­andi borg­ar­stjórn skuli leiða til þess að fjöldi borg­ar­búa fær ekki þak yf­ir höf­uð­ið.

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík
Jóna Sólveig Elínardóttir Varaformaður Viðreisnar. Mynd: Pressphotos

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðismenn hafa tafið uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík því þeir hafa ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í viðtali við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær.

Fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara orða. Þeir segja málið gríðarlega alvarlegt. 

„Um er að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi. Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki,“ segir í yfirlýsingunni. 

„Það er fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið.“

Hins vegar kemur einnig fram að ríkislóðirnar hafi ekki reynst reynst bráðnauðsynlegur liður í uppbyggingunni enda sé húsnæðisuppbygging í Reykjavík komin á gott skrið án þeirra. En í því ástandi sem við búum við sé allt sem sé til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál.

„Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða. Það er því miður einfaldlega hárrétt að það fór ekkert að hreyfast í þessum málum fyrr en ráðherrar Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, komu að borðinu og keyrðu samninga við borgina í gegn. Það er fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“

Fulltrúar Pírata segja ennfremur þakkarvert að Jóna Sólveig hafi haft hugrekki til að segja frá þessum samskiptum, enda geti oft verið vandasamt fyrir stjórnmálamenn að vekja athygli á slíkri framkomu vegna trúnaðar í samstarfi milli flokka. Þetta mál sé hins vegar þess eðlis að ekki sé réttlætanlegt að þegja um það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár