Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherrar Viðreisnar töldu mál upplýst og fullskoðuð þótt ráðuneytið hefði ekki veitt þinginu umbeðin gögn

Formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar seg­ir skoð­un á embætt­is­færsl­um ráð­herra í mál­un­um sem urðu til þess að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu var slit­ið vera lok­ið.

Ráðherrar Viðreisnar töldu mál upplýst og fullskoðuð þótt ráðuneytið hefði ekki veitt þinginu umbeðin gögn

Dómsmálaráðuneytið afhenti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag gögn sem óskað var eftir um málsmeðferð ráðuneytisins ímálunum sem urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið.

Uppfært kl. 22:30: Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að gögnin hefðu ekki verið afhent nefndinni. Það byggði á upplýsingum sem Stundin hafði þá fengið frá nefndarmönnum. Gögnin bárust hins vegar í dag og hefur fréttinni verið breytt í samræmi við það.

Farið var fram á afhendingu gagnanna að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, með stuðningi Jóns Þórs Ólafssonar og Svandísar Svavarsdóttur, varaformanns nefndarinnar. Var meðal annars óskað eftir minnisblöðum og lista yfir málsgögn er varða uppreist æru kynferðisbrotamannanna Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Roberts Downey auk dag­bók­ar­færslna eða sam­bæri­legra gagna sem stað­festu sím­tal Sig­ríðar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra um að faðir Bjarna hefði skrifað meðmælabréf fyrir Hjalta.

Stundin sendi ráðuneytinu einnig ítarlega upplýsingabeiðni þann 29. september á grundvelli upplýsingalaga. Enn hafa engin viðbrögð komið frá ráðuneytinu þrátt fyrir skýr ákvæði upplýsingalaga um að ef upplýsingabeiðni hafi ekki verið afgreidd innan sjö daga beri stjórnvöldum að skýra frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Aðeins fáeinar vikur eru síðan úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að sama ráðuneyti hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en lög heimila þegar fjölmiðlum og brotaþolum var synjað alfarið um upplýsingar um uppreist æru Roberts Downey.

Tveir ráðherrar fullyrða að málinu sé lokið og allt upplýst

Tveir ráðherrar Viðreisnar hafa haldið því fram undanfarna daga að embættisfærslur dómsmálaráðherra og forsætisráðherra í málinu sem felldu ríkisstjórnina hafi verið fullrannsakaðar og málin séu nú upplýst. „Við erum öll sammála um það,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og starfandi fjármálaráðherra, í Forystusætinu á RÚV í gær. „Það er búið að upplýsa málið.“

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, tók í sama streng í svari við fyrirspurn Stundarinnar sem birtist á vefnum í morgun.

„Tel ég það vera upplýst að öll meðferð málsins hafi verið í samræmi við meðferð sambærilegra mála og tengsl eins af meðmælendum við þáverandi fjármálaráðherra hafi ekki haft nein áhrif þar á svo séð verði,“ sagði hann þar.

Nefndarformaður segir málinu lokið

Jón Steindór bendir á það í svari við tölvupósti Stundarinnar að upplýsingabeiðni frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem studd var af Jóni Þór Ólafssyni og Svandísi Svavarsdóttur, um málsgögn – minnisblöð dómsmálaráðuneytisins í tveimur málum er varða uppreist æru – hafi verið send ráðuneytinu. „Svar hefur ekki borist þegar þetta er ritað,“ skrifar hann.

Jón Steindór Valdimarssonformaður efnahags- og viðskiptanefndar

Jón telur þó að í ljósi ummæla umboðsmanns Alþingis um að ekki væri tilefni til frumkvæðisrannsóknar af sinni hálfu líti hann svo á að málinu sem nefndin fjallaði um undir heitinu uppreist æru, reglur og framkvæmd, sé lokið. „Komi fram nýjar upplýsingar eða umboðsmaður Alþingis taki málið upp með einhverjum hætti er komin upp ný staða sem nefndin mun þurfa að taka afstöðu til þegar þar að kemur,“ segir Jón Steindór. 

Jón vísar til sameiginlegrar bókunar nefndarmanna og skýrslu um málið sem var skilað fyrir þinglok. „Nefndin fékk Umboðsmann Alþingis á sinn fund til þess að fara yfir helstu álitaefni í samskiptum tveggja ráðherra vegna upplýsinga sem voru þáttur í stjórnsýslumeðferð upplýsinga er vörðuð tiltekið mál um uppreist æru,“ skrifar Jón.

„Niðurstaða hans var skýr. Hann taldi ekki ástæðu til frumkvæðisrannsóknar af sinni hálfu. Í ljósi þess ákvað nefndin að gera sérstaka bókun um málið á fundi sínum og í framhaldi af því að ganga frá skýrslu sinni um uppreist æru, reglur og framkvæmd. Allir nefndarmenn voru sammála bæði um bókunina og skýrsluna. Að þessu leyti er meðferð málsins lokið fyrir nefndinni.“

Hann vitnar til orða Umboðsmanns Alþingis um að ráðherrar séu annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn. Það kunni því að gilda mismunandi sjónarmið og reglur um störf þeirra og athafnir eftir því um hvort hlutverkið er að ræða. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar ekki um störf ráðherra sem stjórnmálamanna heldur embættismanna,“ skrifar Jón Steindór. „Pólitíska ábyrgð bera þeir gagnvart kjósendum, eigin flokksmönnum og eftir atvikum samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár