Á sunnudag komu hundruð þúsunda saman í Barselóna að mótmæla fyrirhugaðri sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu í dag, þriðjudag. Þessháttar fjöldi hefur hingað til aðeins verið tengdur útifundum aðskilnaðarsinna, en mótmælin á sunnudag voru auglýst sem „mótmæli hins þögla meirihluta“ sem er andsnúinn yfirvöldum Katalóníu. Í kvöld fer forseti Katalóníu fyrir þing héraðsins að ákveða með þeim næstu skref. Ríkisstjórn Spánar er viðbúin að handtaka hann ef hann gerir sig líklegan að lýsa yfir sjálfstæði.

Á laugardag hvöttu tugir þúsunda í Barselóna og Madríd yfirvöld í borgunum tveimur að hætta erjum sínum og hefja samræður um friðsæla lausn mála. Minnihlutastjórn Mariano Rajoy í Madríd neitar að tala við héraðsstjórn Carlos Puigdemont fyrr en hann hefur hætt við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont telur það hins vegar eina vopn sitt í samningaumleitunum. Báðir karlarnir sitja …
Athugasemdir