„Þið Íslendingar eruð heppnir að eiga enga nágranna,“ segir gamli bosníski hermaðurinn. Sjálfur lifði hann af 1.200 daga umsátur Serba um Sarajevo, það lengsta í nútímasögu. Hann hefur horft á hausinn á konu springa eins og vatnsmelónu beint fyrir framan sig. Hann hefur dottið í það með Bono. Hann hefur séð þetta allt. Á kvöldin situr hann á hostelinu sem hann rekur, hlustar á Elvis eða gamlan blús, drekkur bjór úr tveggja lítra flöskum og segir sögur úr stríðinu.
Við sem nú erum komin á miðjan aldur munum vel eftir Bosníustríðinu. Við sáum það í fréttum á hverju kvöldi árum saman. Áðurnefndur Bono lét sýna frá umsátrinu beint á U2 tónleikum sem ég var viðstaddur í Ósló árið 1993 og þótti sumum hann skemma stemninguna. Kalda stríðinu var lokið og nú áttu allir að vera vinir. Í staðinn voru þjóðernishreinsanir og fjöldamorð í miðri Evrópu. Og enginn gerði neitt.
„Móðir …
Athugasemdir