„Fólk elst upp við alls konar krumpur; það er enginn sem elst upp í neinni bómull,“ segir Kolbrún Karlsdóttir. „Fólk býr við alls konar vanrækslu. Ég er sporðdreki og hef alltaf leitað að rót málefna, viljað skilja upptökin, og hef alltaf verið að leita að betra lífi. Ég átti hillumetra af sjálfshjálparbókum hér áður fyrr.
Lífsviðhorf mitt er að lífið bjóði upp á námskeið. Ég hef farið á misskemmtileg námskeið sem ég hef ekkert endilega valið mér, svo sem skilnaði og alls konar krefjandi aðstæður; hvert samband er eins og námskeið í sjálfu sér og sambandsslitin eins og útskrift. Ég fór á sínum tíma í gegnum sambandsslit sem voru mjög erfið fyrir mig. Ég brotnaði algjörlega saman og varð óvinnufær. Ég fór bara á botninn og hann var harður. Ég fór í 12 spora samtök við meðvirkni og náði að spyrna við fótunum og skoða ábyrgðina sem ég ber á …
Athugasemdir