Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fyrrverandi útvarpsstjóri gagnrýnir RÚV fyrir greiðslu miskabóta

Páll Magnús­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi út­varps­stjóri, gagn­rýn­ir RÚV fyr­ir að greiða Guð­mundi Spar­tak­usi Óm­ars­syni miska­bæt­ur vegna frétta­flutn­ings. „Er RÚV að borga pen­inga til að þurfa ekki að biðj­ast af­sök­un­ar?“

Fyrrverandi útvarpsstjóri gagnrýnir RÚV fyrir greiðslu miskabóta
Gagnrýnir RÚV Fyrrverandi útvarpsstjóri RÚV segir prinsippið ekki flókið. „Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar.“ Mynd: Pressphotos

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, gagnrýnir fyrrverandi samstarfsfólk sitt á RÚV harðlega fyrir að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur og málskostnað vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur RÚV. Á móti kemur að RÚV mun ekki leiðrétta fréttaflutning sinn eða biðjast afsökunar á honum og ummælin ekki dæmd ómerkt. 

„Er RÚV að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar? Kaupa sig frá því að leiðrétta frétt?“ spyr Páll á Facebook-síðu sinni. Þá segir hann prinsippið ekki flókið. „Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar,“ skrifar Páll. 

Guðmundur Spartakus stefndi fjórum fréttamönnum RÚV fyrir meiðyrði vegna fréttaflutnings af fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Ríkisútvarpinu ásamt fréttamönnunum Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra, Pálma Jónassyni og Hjálmari Friðrikssyni var stefnt vegna alls 28 ummæla sem féllu í útvarpsfréttum og á vef Ríkisútvarpsins í janúar og maí 2016. Krafðist Guðmundur alls tíu milljóna króna í miskabætur vegna fréttanna og að ummælin yrðu ómerkt. 

„Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar.“

Önnur fyrirtaka átti að vera í málinu á morgun, 27. september, en lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Þar kom fram að Guðmundur og Ríkisútvarpið hafi komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. „Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál,“ sagði í yfirlýsingu Vilhjálms. 

Þá greindi Vísir frá því í gær að upphæðin sem RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi væri samtals 2,5 milljónir króna. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, hafði áður sagt að upphæðin væri trúnaðarmál en eftir að Vísir skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var fyrirspurninni svarað. 

Sigmundur Ernir sýknaður í sambærilegu máli

Guðmundur Spartakus stefndi sömuleiðis Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna sambærilegra frétta sem birtust á Hringbraut á síðasta ári. Í báðum tilfellum, það er að segja í fréttum RÚV og Hringbrautar, var vitnað í paragvæska frétttamiðilinn ABC Color, sem var sá fyrsti til að birta fréttir sem tengdu Guðmund Spartakus við vafasöm viðskipti þar í landi. 

Hugsi yfir málalokum RÚVSigmundur Ernir Rúnarsson segist hugsi yfir þessum málalokum. „Sérstaklega fyrir hönd þeirra sem sitja svo í súpunni, blaðamanna og fréttamanna á minni miðlum sem hafa ekki bolmagn til þess að greiða út sama fjármagn og stærsti fjölmiðill landsins.“

Sigmundur Ernir var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Í dómsorði Héraðsdóms segir meðal annars: „Með umfjöllun sinni tók stefndi ekki sérstaka afstöðu til sannleiksgildis fréttanna. Með hliðsjón af því að hinar umdeildu staðhæfingar byggðu á frásögn annarra fjölmiðla, telur dómurinn, eins og atvikum er háttað í máli þessu, að ekki sé unnt að leggja þá skyldu á stefnda eða gagnrýna hann fyrir að grennslast ekki sérstaklega fyrir um sannleika hinna umdeildu staðhæfinga. Er ekki unnt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væru ósönn eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Þegar alls þessa er gætt verður ekki talið að stefndi hafi með umfjöllun sinni vegið svo að æru stefnanda að það hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar [...]“

„Menn semja sig sjaldan frá málum þar sem þeir telja sig hafa rétt fyrir sér.“

„Ég er dálítið hugsi yfir þessari leið Ríkisútvarpsins,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Stundina. „Sérstaklega fyrir hönd þeirra sem sitja svo í súpunni, blaðamanna og fréttamanna á minni miðlum sem hafa ekki bolmagn til þess að greiða út sama fjármagn og stærsti fjölmiðill landsins sem fær marga milljarða úr ríkissjóði. Það situr svolítið í manni. Þessi mikli aðstöðumunur sem er á milli lítilla og frjálsra fjölmiðla og síðan Ríkisútvarpsins þegar kemur að því að semja sig frá hugsanlegum málalokum.“

Sigmundur segir þessi málalok vera ígildi viðurkenningar á sekt. „Menn semja sig sjaldan frá málum þar sem þeir telja sig hafa rétt fyrir sér,“ segir hann. 

Guðmundur Spartakus áfrýjaði í málinu gegn Sigmundi Erni og verður það tekið fyrir í Hæstarétti á næstu misserum. Að sögn Sigmundar hefur ekki verið reynt að gera viðlíka samninga við hann og í máli RÚV. 

Yfirheyrður vegna hvarfs Friðriks Kristjánssonar

Nafn Guðmundar Spartakusar kom fyrir í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um hvarf Friðriks Kristjánssonar 1. desember síðastliðinn, en þar kemur fram að lögregluyfirvöld á Íslandi höfðu í rúm þrjú ár reynt að ná tali af Guðmundi vegna leitarinnar af Friðriki, en án árangurs. Það var ekki fyrr en í október á síðasta ári að lögreglan náði loksins tali af Guðmundi þegar hann birtist óvænt á landinu. „Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Guðmundur handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna hvarfs Friðriks en þetta var í fyrsta skipti sem lögreglan á Íslandi náði að ræða við Guðmund frá því Friðrik hvarf árið 2013. Ekki er vitað hvað Guðmundur sagði við lögreglu en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu,“ segir meðal annars í umfjöllun Stundarinnar frá því í desember. Þess má geta að ekki fékkst samband við Guðmund vegna þeirrar umfjöllunar.

Guðmundur Spartakus stefndi hins vegar blaðamanni Stundarinnar, Atla Má Gylfasyni, vegna umfjöllunarinnar og ummæla sem hann lét falla í tengslum við málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár