„Það eru alltaf einhverjir sem fjármagna hlutina, bankar og svoleiðis,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og fjárfestir, aðspurður um hverjir standi á bak við hundruð milljóna króna fjárfestingu í fjölmiðlum Pressunnar fyrr í mánuðinum. Eins og er stendur Sigurður G. einn á bakvið fjárfestinguna sem fór fram í gegnum fyrirtækið Frjálsa fjölmiðlun ehf. Fjárfestingin er upp á um 600 milljónir króna og er afar ólíklegt að Sigurður leggi í slíka fjárfestingu einn síns liðs og þess vegna leitaði Stundin til hans eftir svörum um það, enda margar kenningar á lofti um hverjir eru á bak við fjárfestinguna.
Ný stjórn hefur verið valin í Frjálsri fjölmiðlun ehf., samkvæmt þinglýstum gögnum, og leiðir Sigurður G. félagið sem stjórnarmaður og er lögmaðurinn Björgvin Þorsteinsson varamaður. Prókúruhafi er Karl Garðarsson. Fyrirtækið hét áður Eignarhaldsfélagið Mosi ehf. Fyrirtækið er eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins og eru DV, DV.is, Eyjan og Pressan meðal fjölmiðla í eigu þess. …
Athugasemdir