Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konan sem mætir prúðbúin á kjörstað

Ef Urð­ur Harð­ar­dótt­ir fengi eina ósk þá væri hún sú að fólk sýndi meiri sam­kennd, góð­vild og vin­semd. Þá væri þetta betri stað­ur, betri heim­ur. Vig­dís Gríms­dótt­ir lagði fyr­ir hana 13 spurn­ing­ar.

Konan sem mætir prúðbúin á kjörstað

Nafn: Urður Harðardóttir

Fæðingardagur og ár: 1. október 1979

Starf: Ég vinn í upplýsingatæknideild Iceland Travel

Spurningar

1.  Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Ferðast með fjölskyldunni og vera með skemmtilegu fólki ... já, og fara í rússíbana.

2.  Líf eftir þetta líf?

Veit það ekki, en vona það svo innilega.

3. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?

Ég held að ég eigi ennþá eftir að lenda í því. Það gæti samt verið þegar ég óskaði konu til hamingju með óléttuna sem var bara alls ekkert ólétt, eða þegar ég datt kylliflöt fram fyrir mig á smekkfullu veitingahúsi – já, ég var í mínu fínasta pússi ... ekki töff.

4.  Ertu pólitísk?

Já, hæfilega. Fólkið í kringum mig hefur alltaf haft sterkar pólitískar skoðanir og ríka réttlætiskennd. Held ég hafi fengið gott pólitískt veganesti út í lífið. Mæti allavega prúðbúin á kjörstað. 

5.  Trúirðu á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár