Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nína Rún: „Við munum halda áfram að hafa hátt“

Nína Rún Bergs­dótt­ir, einn brota­þoli Roberts Dow­ney, seg­ir mik­il­vægt að fólk gleymi ekki hvers vegna rík­is­stjórn­in féll. Hún seg­ir mik­il­vægt að breyta lög­um um upp­reist æru og sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá. „Við mun­um halda áfram að hafa hátt. Við mun­um ekki hætta fyrr en rétt­læt­ið vinn­ur,“ seg­ir hún.

Nína Rún: „Við munum halda áfram að hafa hátt“
Mikilvægt að gleyma ekki Nína Rún Bergsdóttir, brotaþoli í máli Roberts Downey, segir mikilvægt að gleyma ekki hvers vegna ríkisstjórnin féll. Nú þurfi að breyta lögum um uppreist æru og fá nýja stjórnarskrá. Mynd: WildFlower Photography

„Ég hefði aldrei trúað því að statusinn sem ég skrifaði á Facebook í júlí síðastliðnum hefði getað hrint af stað annarri eins atburðarás. Litla snjókornið varð að snjóflóði,“ segir Nína Rún Bergsdóttir, einn af brotaþolum Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar, í samtali við Stundina. Hún segir að þó svo að mikill sigur hafi unnist við að fá gögn í málinu fram í dagsljósið þá sé baráttan ekki unnin. „Við höfum enn ekki fengið að vita hvers vegna Robert fékk þessa sérmeðferð í umsókn sinni um uppreist æru. Vonandi verður fall ríkisstjórnarinnar ekki til þess að fólk gleymi. Við megum ekki gleyma hvers vegna ríkisstjórnin féll. Við þurfum að breyta lögum um uppreist æru og við þurfum að fá nýja stjórnarskrá.“

Skilur núna leyndina

Nína segir fréttir gærdagsins, um að faðir forsætisráðherra hafi verið á meðal meðmælenda í máli annars barnaníðings, hafi verið mjög afhjúpandi. 

„Þetta er mikill sigur fyrir okkur fjölskylduna, sem og aðra brotaþola kynferðisofbeldis. Við fjölskyldan erum búin að vera stanslaust að í þrjá mánuði, pabbi minn þar fremstur í flokki, að reyna að fá einhver svör. Við höfum sent skilaboð hingað og þangað og reynt að skilja hvers vegna það þurfti að vera svona mikil leynd yfir málinu. Nú vitum við hvers vegna,“ segir hún. 

Góð ákvörðun að stíga fram

Nína segir það hafa verið bestu ákvörðun lífs síns að stíga fram og segja sína sögu eftir að í ljós kom að Robert hefði fengið uppreist æru, og lögmannsréttindi sín á ný, í júní síðastliðnum. Hún var aðeins fjórtán ára gömul þegar Robert braut gegn henni með gróflegum hætti. Ofbeldið hafi gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Nínu, og alla fjölskyldu hennar, en hún reyndi meðal annars að kveikja í sér inni á salerni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 

Í september 2007 var Robert dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fjórum unglingsstúlkum, þar á meðal Nínu, og staðfesti Hæstiréttur dóminn átta mánuðum síðar. Árið 2010 var hann síðan dæmdur fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, en var ekki gerð refsing í því máli því fyrri dómurinn þótti svo þungur. Í kjölfar umræðunnar í sumar lagði sjötta konan, Anna Katrín Snorradóttir, einnig fram kæru á hendur Roberti.

„Eftir að ég skrifaði Facebook færsluna mína í júlí, og við byrjuð með #höfumhátt átakið, var eins og einhver bylgja af vakningu hafi farið af stað,“ segir Nína. „Fólk var að hafa hátt með okkur og skilaði skömminni þangað sem hún á heima. Fólk var komið með nóg. Við erum óendanlega þakklát fyrir allan stuðning og fyrir alla sem höfðu hátt með okkur. Það er því að þakka að sannleikurinn kom í ljós,“ segir hún.

„Fólk var komið með nóg.“

Nína viðurkennir hins vegar að sumarið hafi verið mjög erfitt, fyrir sig, fjölskylduna sína og aðra brotaþola Róberts. „Mín áfallastreituröskun blossaði aftur upp við þetta allt saman og ég hef þurft að taka frí úr vinnu. Ég veit að hinar stelpurnar hafa svipaða sögu að segja. Við erum öll hreinlega uppgefin eftir þriggja mánaða baráttu, en höfum trú á því að rétta fólkið sé með þetta í sínum höndum núna.“

Hún segir baráttunni hins vegar hvergi nærri lokið. „Við munum halda áfram að hafa hátt. Við munum ekki hætta fyrr en réttlætið vinnur.“

#Höfumhátt felldi ríkisstjórnina

Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem vakin var athygli á því að þau tímamót áttu sér stað í íslensku samfélagi í gærkvöldi að ríkisstjórn landsins féll, ekki vegna peninga, ekki vegna pólitísks ágreinings atvinnustjórnmálamanna, heldur vegna þess að konur höfðu hátt. „Fólk hafði hátt. Fólk hafði hátt um ofbeldi sem konur og börn voru beitt. Fólk hafði hátt þegar dæmdir ofbeldismenn bönkuðu á dyr hjá vinum sínum til að biðja um greiða, til að leita samtryggingarinnar. Fólk hafði hátt þegar skrifræðið stimplaði hugsunarlaust á pappíra sem veittu ofbeldismönnum uppreist æru, án umræðu, án gagnsæis.“

Samfélagið hafi ekki lengur umburðarlyndi fyrir kynbundnu ofbeldi, fyrir ofbeldi gegn konum og börnum. „Allt of lengi hefur ríkt þöggun í landinu okkar um þá staðreynd að stór hluti kvenna og barna verður fyrir ofbeldi af hálfu þeirra sem næst þeim standa, eru ekki örugg á þeim stað sem þau ættu að vera öruggust á, á heimilum sínum.

Við erum fullsödd á kerfi sem verndar ofbeldismenn og er sama um þolendur. Ofbeldi gegn konum er bein ógn við lýðræðislega þátttöku kvenna og þar með við lýðræði landsins. Hvernig getum við byggt jafnrétt og framsýnt samfélag, þegar við getum ekki enn tryggt öryggi allra borgara?

Tökum nú saman höndum, hægri og vinstri, konur og karlar og við öll þar á milli, og sköpum saman samfélag sem við erum stolt af, samfélag sem samtryggir okkur öll, ekki bara suma,“ segir í ályktun Kvenréttindafélagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár