Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Brynjar segir að Björt framtíð sé ekki flokkur heldur „einhver hópur með engan súbstans“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ger­ir lít­ið úr Bjartri fram­tíð eft­ir að flokk­ur­inn sleit sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn vegna „al­var­legs trún­að­ar­brests“. „Enda eru þetta oft ekki nein­ir flokk­ar, þetta er bara ein­hver hóp­ur manna sem hef­ur ekk­ert bak­land og hef­ur ekk­ert súbst­ans,“ seg­ir Brynj­ar.

Brynjar segir að Björt framtíð sé ekki flokkur heldur „einhver hópur með engan súbstans“
Brynjar Níelsson Er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fer með málefni sem tengjast veitingu uppreistar æru. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, gerði lítið úr Bjartri framtíð í morgun, eftir að stjórnarfundur flokksins ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi vegna leyndra eiginhagsmuna flokksins í máli sem varðar upplýsingagjöf og framkvæmd á veitingu uppreist æru.

Brynjar sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að varla væri um að ræða flokk, heldur hóp með „engan súbstans“. 

„Enda eru þetta oft ekki neinir flokkar“

„Menn standast aldrei mótbyr, menn fara alltaf á taugum. Það er bara vandamálið hjá sumum flokkum – að geta ekki staðið í lappirnar. Enda eru þetta oft ekki neinir flokkar, þetta er bara einhver hópur manna sem hefur ekkert bakland og hefur ekkert súbstans til að standa í þessu og fer bara á taugum,“ sagði Brynjar í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Þá sagðist hann telja að markmið Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri að hífa upp fylgið í hugsanlegum kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn á að sitja með þetta í fanginu. Þessir flokkar hafa engu að tapa, er það?“ 

Alvarlegur trúnaðarbrestur

80 manns eru í stjórn Bjartrar framtíðar, sem er bakland þingflokksins. 70 prósent stjórnarmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslu um málið í gær. 87 prósent fundarmanna samþykktu í gærkvöldi að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. „Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.“

Brynjar sagði í morgun að ekki væri óeðlilegt að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði látið Bjarna Benediktsson forsætisráðherra einan vita af því að faðir hans, Benedikt Sveinssonar, hefði skrifað undir meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson. „Að þetta verði til þess að menn gangi út úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn finnst mér mjög sérstakt,“ segir hann. „Það hlýtur að vera einhver önnur ástæða í mínum huga.“

Brynjar sagði frá því í Kastljósinu í gær að hann hefði verið verjandi Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, veitti meðmæli, án þess að upplýst væri um það.

Leynd umfram það sem lög heimila

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, sem hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að ganga lengra en lög leyfa í því að viðhalda leynd yfir meðmælendum, þar á meðal Benedikt Sveinssyni, föður forsætisráðherra, sagði í morgun að ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta samstarfi við flokk hennar væri „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hendi þessa litla flokks“.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum væri skylt að veita upplýsingar um hverjir væru meðmælendur dæmdra manna sem hefðu hlotið uppreist æru. Áður hafði Sigríður Andersen sagt að engar slíkar upplýsingar yrðu veittar, og fulltrúar ríkisstjórnarmeirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, gengu út af fundi þegar upplýsingar þess efnis voru lagðar á borð nefndarinnar. Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fer með málaflokkinn.

Ráðuneytið svaraði ekki fyrirspurn um Benedikt

Stundin hafði lagt ítrekaðar fyrirspurnir til dómsmálaráðuneytisins um aðila tengdan forsætisráðherra, sem væri meðal þeirra valinkunnu manna sem veitt hefðu Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli til uppreistar æru. 

Fyrirspurn Stundarinnar var send 6. september, en ekkert svar fékkst þrátt fyrir ítrekanir og þrátt fyrir að úrskurðarnefnd upplýsingamála hefði í millitíðinni úrskurðað að ekki væri löglegt að halda leynd yfir upplýsingum málsins: 

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár