Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brynjar segir að Björt framtíð sé ekki flokkur heldur „einhver hópur með engan súbstans“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ger­ir lít­ið úr Bjartri fram­tíð eft­ir að flokk­ur­inn sleit sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn vegna „al­var­legs trún­að­ar­brests“. „Enda eru þetta oft ekki nein­ir flokk­ar, þetta er bara ein­hver hóp­ur manna sem hef­ur ekk­ert bak­land og hef­ur ekk­ert súbst­ans,“ seg­ir Brynj­ar.

Brynjar segir að Björt framtíð sé ekki flokkur heldur „einhver hópur með engan súbstans“
Brynjar Níelsson Er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fer með málefni sem tengjast veitingu uppreistar æru. Mynd: Pressphotos

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, gerði lítið úr Bjartri framtíð í morgun, eftir að stjórnarfundur flokksins ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi vegna leyndra eiginhagsmuna flokksins í máli sem varðar upplýsingagjöf og framkvæmd á veitingu uppreist æru.

Brynjar sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að varla væri um að ræða flokk, heldur hóp með „engan súbstans“. 

„Enda eru þetta oft ekki neinir flokkar“

„Menn standast aldrei mótbyr, menn fara alltaf á taugum. Það er bara vandamálið hjá sumum flokkum – að geta ekki staðið í lappirnar. Enda eru þetta oft ekki neinir flokkar, þetta er bara einhver hópur manna sem hefur ekkert bakland og hefur ekkert súbstans til að standa í þessu og fer bara á taugum,“ sagði Brynjar í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Þá sagðist hann telja að markmið Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri að hífa upp fylgið í hugsanlegum kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn á að sitja með þetta í fanginu. Þessir flokkar hafa engu að tapa, er það?“ 

Alvarlegur trúnaðarbrestur

80 manns eru í stjórn Bjartrar framtíðar, sem er bakland þingflokksins. 70 prósent stjórnarmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslu um málið í gær. 87 prósent fundarmanna samþykktu í gærkvöldi að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. „Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.“

Brynjar sagði í morgun að ekki væri óeðlilegt að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði látið Bjarna Benediktsson forsætisráðherra einan vita af því að faðir hans, Benedikt Sveinssonar, hefði skrifað undir meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson. „Að þetta verði til þess að menn gangi út úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn finnst mér mjög sérstakt,“ segir hann. „Það hlýtur að vera einhver önnur ástæða í mínum huga.“

Brynjar sagði frá því í Kastljósinu í gær að hann hefði verið verjandi Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, veitti meðmæli, án þess að upplýst væri um það.

Leynd umfram það sem lög heimila

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, sem hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að ganga lengra en lög leyfa í því að viðhalda leynd yfir meðmælendum, þar á meðal Benedikt Sveinssyni, föður forsætisráðherra, sagði í morgun að ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta samstarfi við flokk hennar væri „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hendi þessa litla flokks“.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum væri skylt að veita upplýsingar um hverjir væru meðmælendur dæmdra manna sem hefðu hlotið uppreist æru. Áður hafði Sigríður Andersen sagt að engar slíkar upplýsingar yrðu veittar, og fulltrúar ríkisstjórnarmeirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, gengu út af fundi þegar upplýsingar þess efnis voru lagðar á borð nefndarinnar. Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fer með málaflokkinn.

Ráðuneytið svaraði ekki fyrirspurn um Benedikt

Stundin hafði lagt ítrekaðar fyrirspurnir til dómsmálaráðuneytisins um aðila tengdan forsætisráðherra, sem væri meðal þeirra valinkunnu manna sem veitt hefðu Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli til uppreistar æru. 

Fyrirspurn Stundarinnar var send 6. september, en ekkert svar fékkst þrátt fyrir ítrekanir og þrátt fyrir að úrskurðarnefnd upplýsingamála hefði í millitíðinni úrskurðað að ekki væri löglegt að halda leynd yfir upplýsingum málsins: 

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár