Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra ranglega skráður stjórnarmaður hjá ISS

Bjarni Bene­dikts­son er kynnt­ur sem einn af stjórn­ar­mönn­um ræst­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins ISS Ís­land ehf. í upp­lýs­ing­um sem fylgja árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2016. ISS er í eigu fé­laga föð­ur og föð­ur­bróð­ur for­sæt­is­ráð­herra og bróð­ir hans er jafn­framt stjórn­ar­mað­ur í fé­lag­inu sem gert hef­ur hag­stæða samn­inga um þrif í ráðu­neyt­um og op­in­ber­um bygg­ing­um.

Forsætisráðherra ranglega skráður stjórnarmaður hjá ISS
Bjarni Benediktsson Var áður í stjórn ISS, þegar hann var þingmaður. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var skráður sem einn af stjórnarmönnum ræstingarfyrirtækisins ISS Ísland ehf í upplýsingum með ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. ISS sér um þrif hjá ráðuneytum og fjölda opinberra stofnana og er í eigu félaga föður og föðurbróður forsætisráðherra.

Guðmundur Guðmundssonframkvæmdastjóri ISS á Íslandi

Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS, segir að fyrirtækjaskrá hljóti að hafa gert mistök ef skráningin sé með þessum hætti, enda séu mörg ár síðan Bjarni hætti í stjórninni. 

„Bjarni er frændi minn og var í stjórninni, en ég held að hann hafi hætt árið 2006 eða 2007,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvernig standi á því að Bjarni sé samt tilgreindur sem einn af stjórnarmönnum félagsins á reikningsárinu 2016 segir Guðmundur: „Það er algjört bull, einhver vitleysa. Þetta hljóta að vera einhver mistök hjá firmaskrá því við höfum alltaf tilkynnt um breytingar á stjórn.“

Faðir og föðurbróðir Bjarna keyptu félagið

ISS er langstærsta ræstingarfyrirtæki á Íslandi og var í eigu danska félagsins ISS Facility Services A/S þar til fyrr á þessu ári þegar eignarhaldsfélagið Sandur ehf. keypti allt hlutafé þess. Samkvæmt skráningu á vef Creditinfo er Sandur alfarið í eigu Benedikts Einarssonar, sonar Einars Sveinssonar sem er föðurbróðir forsætisráðherra.

Benedikt Sveinssonfaðir forsætisráðherra er einn af eigendum ISS á Íslandi.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 6. apríl síðastliðnum þar sem kaup Sands á ISS Íslandi ehf. voru samþykkt, kom fram að stefnt væri að því að Sandur yrði í eigu þriggja hluthafahópa; í fyrsta lagi Hafsilfurs, félags Benedikts Sveinssonar, og P126, félags Einars Sveinssonar; í öðru lagi erlendra fjárfesta og í þriðja lagi yrðu stjórnendur félagsins sjálfir hluthafar. Kaupin gengu eftir og Fréttablaðið greindi frá því þann 8. maí síðastliðinn að ISS væri komið í meirihlutaeigu félaga Benedikts og Einars Sveinssona. 

Í upplýsingum með ársreikningi ISS Íslands ehf. fyrir reikningsárið 2016 eru tveir Íslendingar tilgreindir sem stjórnarmenn í félaginu, þeir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Guðmundur segir hins vegar að hvorugur þeirra hafi verið í stjórn félagsins á reikningsárinu.

„Ég hafði ekki rekið augun í þetta, en ég skil ekki hvers vegna það ætti að vera. Þetta hljóta að vera einhver mistök hjá firmaskrá því við tilkynnum alltaf um breytingar. Ingimundur hætti í stjórninni árið 2010 eða 2011, og þegar Bjarni sneri sér alfarið að stjórnmálum þá sagði hann sig úr öllu svona og hætti í stjórn ISS.“ Guðmundur segir hugsanlegt að gleymst hafi að fella út fyrri stjórnarmenn þegar upplýsingablaðið var útbúið, en í ársreikningi fyrir árið 2015 eru þó hvorki Bjarni né Ingimundur skráðir.

Greiddu sér 800 milljóna arð

Um 500 manns starfa hjá ISS. Hagnaður ársins 2016 eftir reiknaða skatta nam 172,6 milljónum og samþykkti stjórn félagsins að greiða hluthöfum hæsta mögulega arð, eða 800 milljónir króna. Í skýrslu stjórnar kemur fram að sökum markaðsstærðar geri ISS ekki ráð fyrir frekari vexti innan hreingerningarþjónustu. Hins vegar verði lögð áhersla á frekari sókn á sviði veitingaþjónustu. „Má gera ráð fyrir því vöxtur félagsins innan þeirrar greinar komi til með að leiða vöxt félagsins í heild á komandi árum,“ segir í skýrslunni. 

Eins og Stundin greindi frá í sumar hefur ISS að undanförnu tekið yfir matreiðslu máltíða fyrir leikskóla- og grunnskólabörn á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfsemina, svo sem hvað varðar hreinlæti, rekjanleika og innra eftirlit í eldhúsi ISS, meðal annars vegna myglu. Að því er fram kemur í skýrslu stjórnar hyggst félagið vera leiðandi á sviði veitingaþjónustu næstu árin. „Á sviði veitingaþjónustu hafa margir smáir aðilar verið ríkjandi á markaðinum, en gera má ráð fyrir að einhver samþjöppun verði á þessum markaði sem leiðir til færri en stærri samkeppnisaðila. Félagið ætlar sér að vera leiðandi á þessum markaði.“ 

Starfsmannamál „erfiðari viðureignar“ vegna hagvaxtar

Fram kemur að félagið muni koma til með að njóta góðs af hagvexti í efnahagsmálum og almennum vexti fyrirtækja á næstu árum, en hagvöxturinn geti hins vegar gert það að verkum að starfsmannamál hjá fyrirtækinu verði erfið. „Hagvöxtur gerir það hins vegar að verkum að starfsmannamál verða erfiðari viðureignar á því sviði er félagið starfar,“ segir í skýrslu stjórnar. 

„Hagvöxtur gerir það hins vegar að verkum að starfsmannamál verða erfiðari viðureignar á því sviði er félagið starfar“

Virði samninga milli ISS og íslenska ríkisins nema á þriðja hundrað milljóna króna, en félagið sér meðal annars um þrif í utanríkisráðuneytinu, velferðarráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, á Landspítalanum. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Tollstjóra. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á hinum nýopnaða vef opnirreikningar.is greiddu fyrrnefnd ráðuneyti ISS samtals 3,4 milljónir fyrir þjónustu í ágústmánuði. 

„Allir opinberir samningar sem við erum með hafa farið í gegnum Ríkiskaup,“ segir Guðmundur, framkvæmdastjóri ISS, í samtali við Stundina. „Þetta er opið og gegnsætt ferli þar sem hagkvæmasta verð ræður.“ Hann tekur skýrt fram að þótt Bjarni hafi verið í stjórn félagsins fyrstu árin hafi hann aldrei komið nálægt rekstrinum. Samkvæmt tilkynningu ISS sem barst ríkisskattstjóra þann 11. maí er Jón Benediktsson, bróðir forsætisráðherra, nú í stjórn hjá ISS á Íslandi. Stundin sendi forsætisráðherra fyrirspurn í morgun þar sem spurt var hvort hann kynni skýringar á því að hann væri tilgreindur sem stjórnarmaður ISS og hvort hann hefði komið með einhverjum hætti að starfsemi félagsins undanfarin ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár