Dómsmálaráðuneytið neitaði að veita fjölmiðlum upplýsingar um mál Roberts Downey með þeim rökum að ekki lægi fyrir samþykki Roberts, en ráðuneytið óskaði þó aldrei eftir afstöðu Roberts í málinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna kæru fréttastofu RÚV.
Þrátt fyrir þennan annmarka á meðferð málsins þótti ekki efni til að ógilda ákvörðun ráðuneytisins því úrskurðarnefndin veitti sjálf bæði Roberti og þeim sem veittu honum vottorð um góða hegðun tækifæri til að lýsa afstöðu sinni. Hvorki Robert né þeir sem létu vottorð um hann af hendi samþykktu að gögnin yrðu gerð opinber.
Í úrskurðinum kemur einnig fram að ráðherra, sem þá var Ólöf Nordal, hafi vikið frá þeirri meginreglu að ekki sé unnt að veita uppreist æru fyrr en fimm ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin. Robert fékk þannig uppreist æru þrátt fyrir að ekki væru liðin fimm …
Athugasemdir