Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra mátti ekki leyna upplýsingum um mál Roberts Downey

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra gekk of langt í upp­lýs­inga­leynd í máli Roberts Dow­ney. Dóms­mála­ráðu­neyt­inu hef­ur ver­ið gert að birta upp­lýs­ing­ar um nöfn þeirra „val­in­kunnu ein­stak­linga“ sem vott­uðu um góða hegð­un Roberts.

Ráðherra mátti ekki leyna upplýsingum um mál Roberts Downey
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra gekk lengra í upplýsingaleynd en lög upplýsingalög gera ráð fyrir. Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gekk lengra í upplýsingaleynd um mál Roberts Downey en upplýsingalög heimila. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en nefndin kvað í dag upp úrskurð vegna kæru fréttastofu RÚV. Dómsmálaráðuneytinu er gert að veita aðgang að bréfi Roberts þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer hans, og þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni. 

Fréttastofa RÚV óskaði í sumar eftir aðgangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram með beiðni um uppreist æru. Sigríður lýsti því hins vegar yfir að ráðuneytið myndi ekki birta nöfn þeirra „valinkunnu einstaklinga“ sem vottuðu um góða hegðun Roberts. Þá neituðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að líta á gögnin þegar fjallað var um málið á fundi nefndarinnar.

Fréttastofan kærði synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hefur nú kveðið upp úrskurð. Hér má lesa hann í heild sinni.

Eftirfarandi er yfirlýsing dómsmálaráðuneytis í kjölfar hans:

Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni. 

Úrskurðarnefndin fellst þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“

Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár