Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra mátti ekki leyna upplýsingum um mál Roberts Downey

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra gekk of langt í upp­lýs­inga­leynd í máli Roberts Dow­ney. Dóms­mála­ráðu­neyt­inu hef­ur ver­ið gert að birta upp­lýs­ing­ar um nöfn þeirra „val­in­kunnu ein­stak­linga“ sem vott­uðu um góða hegð­un Roberts.

Ráðherra mátti ekki leyna upplýsingum um mál Roberts Downey
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra gekk lengra í upplýsingaleynd en lög upplýsingalög gera ráð fyrir. Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gekk lengra í upplýsingaleynd um mál Roberts Downey en upplýsingalög heimila. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en nefndin kvað í dag upp úrskurð vegna kæru fréttastofu RÚV. Dómsmálaráðuneytinu er gert að veita aðgang að bréfi Roberts þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer hans, og þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni. 

Fréttastofa RÚV óskaði í sumar eftir aðgangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram með beiðni um uppreist æru. Sigríður lýsti því hins vegar yfir að ráðuneytið myndi ekki birta nöfn þeirra „valinkunnu einstaklinga“ sem vottuðu um góða hegðun Roberts. Þá neituðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að líta á gögnin þegar fjallað var um málið á fundi nefndarinnar.

Fréttastofan kærði synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hefur nú kveðið upp úrskurð. Hér má lesa hann í heild sinni.

Eftirfarandi er yfirlýsing dómsmálaráðuneytis í kjölfar hans:

Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni. 

Úrskurðarnefndin fellst þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“

Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár