Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra mátti ekki leyna upplýsingum um mál Roberts Downey

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra gekk of langt í upp­lýs­inga­leynd í máli Roberts Dow­ney. Dóms­mála­ráðu­neyt­inu hef­ur ver­ið gert að birta upp­lýs­ing­ar um nöfn þeirra „val­in­kunnu ein­stak­linga“ sem vott­uðu um góða hegð­un Roberts.

Ráðherra mátti ekki leyna upplýsingum um mál Roberts Downey
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra gekk lengra í upplýsingaleynd en lög upplýsingalög gera ráð fyrir. Mynd: Pressphotos

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gekk lengra í upplýsingaleynd um mál Roberts Downey en upplýsingalög heimila. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en nefndin kvað í dag upp úrskurð vegna kæru fréttastofu RÚV. Dómsmálaráðuneytinu er gert að veita aðgang að bréfi Roberts þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer hans, og þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni. 

Fréttastofa RÚV óskaði í sumar eftir aðgangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram með beiðni um uppreist æru. Sigríður lýsti því hins vegar yfir að ráðuneytið myndi ekki birta nöfn þeirra „valinkunnu einstaklinga“ sem vottuðu um góða hegðun Roberts. Þá neituðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að líta á gögnin þegar fjallað var um málið á fundi nefndarinnar.

Fréttastofan kærði synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hefur nú kveðið upp úrskurð. Hér má lesa hann í heild sinni.

Eftirfarandi er yfirlýsing dómsmálaráðuneytis í kjölfar hans:

Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni. 

Úrskurðarnefndin fellst þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“

Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár