Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Honum tókst ekki að skemma mig“

„Nú, þeg­ar hann hef­ur feng­ið upp­reist æru, þá líð­ur mér dá­lít­ið eins og allt það sem ávannst með kær­unni, skýrslu­tök­un­um, rétt­ar­höld­un­um og dóm­in­um hafi bara ver­ið strok­að út.“ Þetta seg­ir kona sem var mis­not­uð af Hjalta Sig­ur­jóni Hauks­syni í barnæsku. „Ég hef ekk­ert að fela og ekk­ert til að skamm­ast mín fyr­ir.“

„Mig hryllir við orðinu sálarmorð. Þetta var ekki sálarmorð, því honum tókst ekki að skemma mig. Og honum mun aldrei takast það.“

Þannig lýsir hún stjúpföður sínum og brotum hans, ung kona sem var misnotuð nær daglega af Hjalta Sigurjóni Haukssyni frá því hún var um fimm ára gömul og allt þar til hún flutti að heiman 17 ára. 

Stundin greindi frá því þann 25. ágúst að Hjalti hefði fengið uppreist æru og verið sæmdur óflekkuðu mannorði af forseta Íslands að tillögu innanríkisráðherra. Konan frétti það fyrst frá blaðamanni og varð brugðið. 

„Ég hafði fylgst með fréttum af Róberti Downey og þolendum hans, en það hvarflaði aldrei nokkurn tímann að mér að Hjalti hefði líka fengið uppreist æru. Þegar ég frétti af því leið mér eins og það hefði verið keyrt yfir mig sjö sinnum á valtara. Ég var gjörsamlega lömuð, dofin og upplifði mig máttlausa,“ segir hún. 

„Þegar ég frétti af því leið mér eins og það hefði verið keyrt yfir mig sjö sinnum á valtara. Ég var gjörsamlega lömuð, dofin og upplifði mig máttlausa.“ 

„Svo varð ég alveg ofboðslega reið. Ég hef alltaf þurft að burðast með þennan bakpoka sem geymir fortíðina mína. Bakpokinn er fastur á mér. Ég tek hann ekki af mér á mánudegi af því mig langar að losna við hann og ég get ekki skilið hann eftir heima um helgar þegar ég fer í sumarbústað að slappa af. Ég get heldur ekki farið í ráðuneytið eða á Bessastaði og skilið bakpokann eftir þar. En það getur hann, maðurinn sem braut gegn mér. Um leið og hann sleppur við byrðina lendir hún öll á mér.“

Misnotaði vald sitt

Rúm þrettán ár eru liðin síðan Hjalti var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi fyrir brotin gegn stjúpdóttur sinni og gert að greiða henni eina og hálfa milljón króna í miskabætur.

 

Tjáir sig ekkiHjalti Sigurjón Hauksson ætlar ekki að bregðast við umfjöllun um brot sín gegn stjúpdótturinni að svo stöddu.

Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kynferðisbrota gegn barni á þessum tíma, en Hæstiréttur og þar áður Héraðsdómur Reykjavíkur töldu fullsannað að Hjalti hefði gerst sekur um „grófa kynferðislega misnotkun gagn­vart kæranda sem stóð yfir í langan tíma, eða um 12 ár allt frá unga aldri hennar“. Hjalti hafði misnotað freklega vald sitt yfir stúlkunni sem stjúpfaðir og valdið henni djúpstæðum skaða.

Árið 2002 kærði hún Hjalta til lögreglu og greindi frá því að hann hefði misnotað sig allt frá því hún myndi eftir sér. „Ég kærði ekki til að bjarga sjálfri mér, heldur vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að hann kæmist upp með að gera öðrum það sem hann hafði gert mér,“ segir hún. 

Á þessum tíma hafði hún flutt að heiman og kynnst eiginmanni sínum sem hún á tvö börn með í dag. „Maðurinn minn er það allra besta sem hefur komið fyrir mig. Hann og foreldrar hans breyttu öllu og pabbi minn og konan hans.“ Eftir að hafa yfirgefið æskuheimilið og flutt inn til kærastans og foreldra hans hófst nýtt tímabil í lífi hennar. Um leið tók við erfið glíma við að gera upp fortíðina. „Skýrslutökurnar og dómsmeðferðin reyndu mjög á,“ segir hún. „Ég var gjörsamlega búin á þessum tíma.“ 

Þegar dómurinn féll leið henni samt eins og til einhvers hefði verið unnið. Þar með fékk hún loksins viðurkenningu og staðfestingu samfélagsins á því að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði brotið gegn henni. Að sökin væri hans; einungis hann bæri ábyrgð á því sem hafði gerst – ekki hún.

„Ég get ekki fengið forseta til að kvitta upp á eitthvert plagg sem losar mig undan því sem maðurinn gerði á minn hlut.“

„Nú, þegar Hjalti hefur fengið uppreist æru, þá líður mér dálítið eins og allt það sem ávannst með kærunni, skýrslutökunum, réttarhöldunum og dóminum hafi bara verið strokað út,“ segir hún. „Að sigurinn sem vannst þegar hann var dæmdur og þurfti að sitja inni, það er eins og allt þetta hafi einhvern veginn verið afmáð. Það versta er að sjálf get ég ekki ýtt á neinn takka, ég get ekki fengið forseta til að kvitta upp á eitthvert plagg sem losar mig undan því sem maðurinn gerði á minn hlut. Ég þarf enn að leita mér aðstoðar og glíma við afleiðingarnar. Hann fær hins vegar að byrja með autt blað, rétt eins og ef þetta hefði aldrei gerst.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppreist æru

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
MenningUppreist æru

„Við er­um enn­þá með­virk með spill­ing­unni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.
Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
FréttirUppreist æru

Vakn­aði af mar­tröð um Ró­bert Dow­ney þeg­ar rann­sókn var hætt á minn­is­bók með nöfn­um stúlkna

Minn­is­bók Ró­berts Dow­ney með nöfn­um 335 stúlkna verð­ur ekki rann­sök­uð frek­ar af lög­reglu, þar sem ekki hefðu fund­ist næg­ar vís­bend­ing­ar um að brot hefðu ver­ið fram­in, og þau væru fyrnd ef svo væri. Gló­dís Tara Fann­ars­dótt­ir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minn­is­bók­inni, mót­mæl­ir harð­lega.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár