Nýverið tilkynnti Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, afsögn sína af Alþingi. Af því tilefni sagði hún í viðtali við Kópavogsblaðið frá þeirri upplifun sinni af þinginu, að það væri óskilvirkt og fremur eins og málstofa heldur en að þar færi fram stefnumótun og framkvæmd verkefna, líkt og hún þekkti af sveitarstjórnarstiginu. Hún sagði flest mál koma til þingsins úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Þingmenn hafi svo aðeins þá aðkomu að fjalla um mál framkvæmdarvaldsins, en komi „hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur“.
Samþingmaður Theodóru í Bjartri framtíð, Nichole Mosty, tók undir þessa lýsingu og sagðist í viðtali við Mbl. upplifa þingið á svipaðan hátt. Hún bætti því við að á þinginu skorti eftirfylgni og að þingmenn væru „svo langt frá því að geta haft áhrif“.
Þingmaður Pírata, Smári McCarthy, tók undir með þeim báðum í færslu á Facebook og sagði að ummæli þeirra fælu í …
Athugasemdir