„Hvert er gildi tjáningarfrelsis þegar við höfum ekkert merkilegt að segja lengur? Til hvers er fundarfrelsi þegar við upplifum engar tengingar lengur? Hvaða tilgangi þjónar trúfrelsi þegar við trúum ekki á neitt lengur?“
-Rutger Bregman
Ekkert orð er eins mikið misnotað af áróðursmeisturum og orðið frelsi. Oft læðist reyndar að manni sá grunur að það sé fullkomlega merkingarlaust. Hvernig gæti nokkurt hugtak haft einhverja þýðingu ef Páll postuli, William Wallace og Hannes Hólmsteinn Gissurarson aðhyllast það allir? Skoðum aðeins hvernig frjálshyggjumaður eins og John Stuart Mill skilgreinir frelsi almennings: Ég má gera það sem ég vil á meðan það sem ég geri heftir ekki frelsi þitt til að gera það sem þú vilt. Frelsi er sem sagt nánast aldrei algjört. Einu mennirnir sem búa við óheft frelsi eru einræðisherrar.
Afnámssinnar börðust fyrir frelsi þræla, sem takmarkaði frelsi plantekrueigenda til eignarhalds á fólki. Súffragettur börðust fyrir frelsi kvenna til að …
Athugasemdir