Þau hjá breska útvarpinu BBC eru með athyglisverða reiknivél á vefsíðunni sinni. Þar getur fólk slegið inn árslaununum sínum og ættlandi og síðan fengið upp gefið hvernig helstu fótboltamenn heimsins hafa það í samburði við almúgann.
Þar eru nefndir til sögu Neymar, Messi, Cristiano Ronaldo og nokkrir í viðbót.
Þar á meðal Gylfi Sigurðsson sem er nýgenginn til liðs við Everton.
Ef við reiknum íslenskum mánaðarlaunum fyrir skatta upp á 420 þúsund, þá gera það árslaun upp á 5.040.000 krónur.
Og þá kemur í ljós - segir vélin - að Gylfi Sigurðsson er 42 mínútur að vinna sér inn fyrir vikulaununum þínum.
Og það myndi taka Íslending með 420.000 á mánuði 238 ár að vinna sér inn árslaun Gylfa.
Það fylgir sögunni á vefsíðu BBC að Gylfi hafi 95 sinnum hærri laun en fyrirliði enska kvennalandsliðsins í fótbolta.
Gylfi á sem sagt vel fyrir salti í grautinn.
Hann er samt ekki einu sinni hálfdrættingur á við þá sem best hafa launin í fótboltanum.
Launahæstu fótboltamenn heims, Neymar og Cristiano Ronaldo, væru nákvæmlega sjö mínútur að vinna sér inn árslaun Íslendings með 420 á mánuði.
Þeir gætu til dæmis hlustað í rólegheitum á Stairway to Heaven með Led Zeppelin og þegar hið um það bil 7 mínútna lag væri búið, þá væru þeir komnir með það í vasann sem Íslendingurinn vinnur sér inn á viku.
Og til að vinna sér inn árslaun Neymars hefði Íslendingurinn þurft að hefja störf árið 468 og væri þá í árslok búinn að ná sömu upphæð og Neymar fær á þessu ári.
Og loks: Brasilíumaðurinn Neymar hefur 1.218 sinnum hærri laun en besta fótboltakona Brasilíu, það er að segja hún Martha.
Athugasemdir