Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Stjórn Brims mót­mæl­ir því að þurfa að greiða hátt í millj­arð vegna gjald­miðla­skipta­samn­inga sem gerð­ir voru í kring­um banka­hrun­ið. Segja við­skipti Lands­bank­ans ólög­mæt.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Brim hf. ætlar að leita allra leiða til að fá niðurstöðu Hæstaréttar, um 756 milljóna skuld við gamla Landsbankann, „hnekkt“ af „innlendum eða erlendum stofnunum“. Þetta kemur fram í ársreikningi útgerðarfyrirtækisins vegna ársins 2016. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í október 2015 að Brim bæri að greiða gamla Landsbankanum, LBI hf., 756 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna átta gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum bankahrunið 2008. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 6. október 2016 og dæmdi jafnframt Brim til að greiða gamla Landsbankanum eina og hálfa milljón í málskostnað. 

Í skýringum sem fylgja ársreikningi Brims fyrir árið 2016 kemur fram að fyrirtækið telji niðurstöðu Hæstaréttar ranga. „Fimm af þeim átta afleiðusamningum, sem voru grundvöllur dómkröfu LBI hf. í héraði, voru gerðir upp með nýjum afleiðusamningum þann 9. október 2008. Með dómi Hæstaréttar hefur Brim hf. því verið gert að greiða umrædda samninga í tvígang,“ segir í skjalinu. 

„Brim hf. telur þá niðurstöðu andstæða lögum og mun leita allra leiða til að fá henni hnekkt, þ.m.t. með endurupptöku málsins fyrir innlendum dómstólum og með málskoti til yfirþjóðlegra stofnana. Komi til þess að dómi Hæstaréttar verði hnekkt, honum breytt eða dómurinn að einhverju leyti endurskoðaður, hvort sem er af innlendum eða erlendum stofnunum, mun Brim hf. gera kröfu um endurgreiðslu þess fjár sem innt hefur verið af hendi til LBI hf. á grundvelli dómsorðs Hæstaréttar í málinu nr. 39/2016, með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.“

 

Í íslenskri stjórnskipan eru dómar Hæstaréttar endanlegir og verður þeim ekki skotið til annars dómstóls þótt hægt sé að kæra niðurstöður réttarins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Endurupptöku mála fyrir Hæstarétti er skorinn þröngur stakkur og hvorki „erlendar stofnanir“ né yfirþjóðlegir dómstólar geta „hnekkt“ eða „breytt“ niðurstöðum Hæstaréttar. 

Í skýringunum með ársreikningi Brims er fullyrt að forsvarsmenn LBI hf. hafi blekkt bæði dómstóla landsins og forsvarsmenn Brims með því að leggja fram 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár