Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Stjórn Brims mót­mæl­ir því að þurfa að greiða hátt í millj­arð vegna gjald­miðla­skipta­samn­inga sem gerð­ir voru í kring­um banka­hrun­ið. Segja við­skipti Lands­bank­ans ólög­mæt.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Brim hf. ætlar að leita allra leiða til að fá niðurstöðu Hæstaréttar, um 756 milljóna skuld við gamla Landsbankann, „hnekkt“ af „innlendum eða erlendum stofnunum“. Þetta kemur fram í ársreikningi útgerðarfyrirtækisins vegna ársins 2016. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í október 2015 að Brim bæri að greiða gamla Landsbankanum, LBI hf., 756 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna átta gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum bankahrunið 2008. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 6. október 2016 og dæmdi jafnframt Brim til að greiða gamla Landsbankanum eina og hálfa milljón í málskostnað. 

Í skýringum sem fylgja ársreikningi Brims fyrir árið 2016 kemur fram að fyrirtækið telji niðurstöðu Hæstaréttar ranga. „Fimm af þeim átta afleiðusamningum, sem voru grundvöllur dómkröfu LBI hf. í héraði, voru gerðir upp með nýjum afleiðusamningum þann 9. október 2008. Með dómi Hæstaréttar hefur Brim hf. því verið gert að greiða umrædda samninga í tvígang,“ segir í skjalinu. 

„Brim hf. telur þá niðurstöðu andstæða lögum og mun leita allra leiða til að fá henni hnekkt, þ.m.t. með endurupptöku málsins fyrir innlendum dómstólum og með málskoti til yfirþjóðlegra stofnana. Komi til þess að dómi Hæstaréttar verði hnekkt, honum breytt eða dómurinn að einhverju leyti endurskoðaður, hvort sem er af innlendum eða erlendum stofnunum, mun Brim hf. gera kröfu um endurgreiðslu þess fjár sem innt hefur verið af hendi til LBI hf. á grundvelli dómsorðs Hæstaréttar í málinu nr. 39/2016, með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.“

 

Í íslenskri stjórnskipan eru dómar Hæstaréttar endanlegir og verður þeim ekki skotið til annars dómstóls þótt hægt sé að kæra niðurstöður réttarins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Endurupptöku mála fyrir Hæstarétti er skorinn þröngur stakkur og hvorki „erlendar stofnanir“ né yfirþjóðlegir dómstólar geta „hnekkt“ eða „breytt“ niðurstöðum Hæstaréttar. 

Í skýringunum með ársreikningi Brims er fullyrt að forsvarsmenn LBI hf. hafi blekkt bæði dómstóla landsins og forsvarsmenn Brims með því að leggja fram 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár