Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Stjórn Brims mót­mæl­ir því að þurfa að greiða hátt í millj­arð vegna gjald­miðla­skipta­samn­inga sem gerð­ir voru í kring­um banka­hrun­ið. Segja við­skipti Lands­bank­ans ólög­mæt.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Brim hf. ætlar að leita allra leiða til að fá niðurstöðu Hæstaréttar, um 756 milljóna skuld við gamla Landsbankann, „hnekkt“ af „innlendum eða erlendum stofnunum“. Þetta kemur fram í ársreikningi útgerðarfyrirtækisins vegna ársins 2016. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í október 2015 að Brim bæri að greiða gamla Landsbankanum, LBI hf., 756 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna átta gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum bankahrunið 2008. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 6. október 2016 og dæmdi jafnframt Brim til að greiða gamla Landsbankanum eina og hálfa milljón í málskostnað. 

Í skýringum sem fylgja ársreikningi Brims fyrir árið 2016 kemur fram að fyrirtækið telji niðurstöðu Hæstaréttar ranga. „Fimm af þeim átta afleiðusamningum, sem voru grundvöllur dómkröfu LBI hf. í héraði, voru gerðir upp með nýjum afleiðusamningum þann 9. október 2008. Með dómi Hæstaréttar hefur Brim hf. því verið gert að greiða umrædda samninga í tvígang,“ segir í skjalinu. 

„Brim hf. telur þá niðurstöðu andstæða lögum og mun leita allra leiða til að fá henni hnekkt, þ.m.t. með endurupptöku málsins fyrir innlendum dómstólum og með málskoti til yfirþjóðlegra stofnana. Komi til þess að dómi Hæstaréttar verði hnekkt, honum breytt eða dómurinn að einhverju leyti endurskoðaður, hvort sem er af innlendum eða erlendum stofnunum, mun Brim hf. gera kröfu um endurgreiðslu þess fjár sem innt hefur verið af hendi til LBI hf. á grundvelli dómsorðs Hæstaréttar í málinu nr. 39/2016, með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.“

 

Í íslenskri stjórnskipan eru dómar Hæstaréttar endanlegir og verður þeim ekki skotið til annars dómstóls þótt hægt sé að kæra niðurstöður réttarins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Endurupptöku mála fyrir Hæstarétti er skorinn þröngur stakkur og hvorki „erlendar stofnanir“ né yfirþjóðlegir dómstólar geta „hnekkt“ eða „breytt“ niðurstöðum Hæstaréttar. 

Í skýringunum með ársreikningi Brims er fullyrt að forsvarsmenn LBI hf. hafi blekkt bæði dómstóla landsins og forsvarsmenn Brims með því að leggja fram 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár