Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Stjórn Brims mót­mæl­ir því að þurfa að greiða hátt í millj­arð vegna gjald­miðla­skipta­samn­inga sem gerð­ir voru í kring­um banka­hrun­ið. Segja við­skipti Lands­bank­ans ólög­mæt.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Brim hf. ætlar að leita allra leiða til að fá niðurstöðu Hæstaréttar, um 756 milljóna skuld við gamla Landsbankann, „hnekkt“ af „innlendum eða erlendum stofnunum“. Þetta kemur fram í ársreikningi útgerðarfyrirtækisins vegna ársins 2016. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í október 2015 að Brim bæri að greiða gamla Landsbankanum, LBI hf., 756 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna átta gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum bankahrunið 2008. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 6. október 2016 og dæmdi jafnframt Brim til að greiða gamla Landsbankanum eina og hálfa milljón í málskostnað. 

Í skýringum sem fylgja ársreikningi Brims fyrir árið 2016 kemur fram að fyrirtækið telji niðurstöðu Hæstaréttar ranga. „Fimm af þeim átta afleiðusamningum, sem voru grundvöllur dómkröfu LBI hf. í héraði, voru gerðir upp með nýjum afleiðusamningum þann 9. október 2008. Með dómi Hæstaréttar hefur Brim hf. því verið gert að greiða umrædda samninga í tvígang,“ segir í skjalinu. 

„Brim hf. telur þá niðurstöðu andstæða lögum og mun leita allra leiða til að fá henni hnekkt, þ.m.t. með endurupptöku málsins fyrir innlendum dómstólum og með málskoti til yfirþjóðlegra stofnana. Komi til þess að dómi Hæstaréttar verði hnekkt, honum breytt eða dómurinn að einhverju leyti endurskoðaður, hvort sem er af innlendum eða erlendum stofnunum, mun Brim hf. gera kröfu um endurgreiðslu þess fjár sem innt hefur verið af hendi til LBI hf. á grundvelli dómsorðs Hæstaréttar í málinu nr. 39/2016, með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.“

 

Í íslenskri stjórnskipan eru dómar Hæstaréttar endanlegir og verður þeim ekki skotið til annars dómstóls þótt hægt sé að kæra niðurstöður réttarins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Endurupptöku mála fyrir Hæstarétti er skorinn þröngur stakkur og hvorki „erlendar stofnanir“ né yfirþjóðlegir dómstólar geta „hnekkt“ eða „breytt“ niðurstöðum Hæstaréttar. 

Í skýringunum með ársreikningi Brims er fullyrt að forsvarsmenn LBI hf. hafi blekkt bæði dómstóla landsins og forsvarsmenn Brims með því að leggja fram 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
6
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár