Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Stjórn Brims mót­mæl­ir því að þurfa að greiða hátt í millj­arð vegna gjald­miðla­skipta­samn­inga sem gerð­ir voru í kring­um banka­hrun­ið. Segja við­skipti Lands­bank­ans ólög­mæt.

Útgerðarmenn vilja að dómi Hæstaréttar verði „hnekkt“

Brim hf. ætlar að leita allra leiða til að fá niðurstöðu Hæstaréttar, um 756 milljóna skuld við gamla Landsbankann, „hnekkt“ af „innlendum eða erlendum stofnunum“. Þetta kemur fram í ársreikningi útgerðarfyrirtækisins vegna ársins 2016. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í október 2015 að Brim bæri að greiða gamla Landsbankanum, LBI hf., 756 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna átta gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru í kringum bankahrunið 2008. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 6. október 2016 og dæmdi jafnframt Brim til að greiða gamla Landsbankanum eina og hálfa milljón í málskostnað. 

Í skýringum sem fylgja ársreikningi Brims fyrir árið 2016 kemur fram að fyrirtækið telji niðurstöðu Hæstaréttar ranga. „Fimm af þeim átta afleiðusamningum, sem voru grundvöllur dómkröfu LBI hf. í héraði, voru gerðir upp með nýjum afleiðusamningum þann 9. október 2008. Með dómi Hæstaréttar hefur Brim hf. því verið gert að greiða umrædda samninga í tvígang,“ segir í skjalinu. 

„Brim hf. telur þá niðurstöðu andstæða lögum og mun leita allra leiða til að fá henni hnekkt, þ.m.t. með endurupptöku málsins fyrir innlendum dómstólum og með málskoti til yfirþjóðlegra stofnana. Komi til þess að dómi Hæstaréttar verði hnekkt, honum breytt eða dómurinn að einhverju leyti endurskoðaður, hvort sem er af innlendum eða erlendum stofnunum, mun Brim hf. gera kröfu um endurgreiðslu þess fjár sem innt hefur verið af hendi til LBI hf. á grundvelli dómsorðs Hæstaréttar í málinu nr. 39/2016, með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði.“

 

Í íslenskri stjórnskipan eru dómar Hæstaréttar endanlegir og verður þeim ekki skotið til annars dómstóls þótt hægt sé að kæra niðurstöður réttarins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Endurupptöku mála fyrir Hæstarétti er skorinn þröngur stakkur og hvorki „erlendar stofnanir“ né yfirþjóðlegir dómstólar geta „hnekkt“ eða „breytt“ niðurstöðum Hæstaréttar. 

Í skýringunum með ársreikningi Brims er fullyrt að forsvarsmenn LBI hf. hafi blekkt bæði dómstóla landsins og forsvarsmenn Brims með því að leggja fram 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár