Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tók völdin á sögu sinni eftir ofbeldissamband

Eft­ir að hafa unn­ið úr of­beld­is­sam­bandi skil­aði Sunna Ax­els­dótt­ir skömm­inni með því að segja sögu sína. Hún seg­ist hafa ver­ið hrædd við nei­kvæð við­brögð, en feng­ið gíf­ur­lega mik­inn stuðn­ing úr öll­um átt­um og tek­ist að loka erf­ið­um kafla í lífi sínu með þess­um hætti.

Tók völdin á sögu sinni eftir ofbeldissamband

„Mig langar til að skila skömminni. Ég hef skammast mín í tæplega 8 ár en það eru 6 ár í haust síðan við hættum saman. Ég hef aldrei þorað að tala um reynsluna mína því ég var svo hrædd um að hann myndi nota það sem afsökun til þess að ráðast á mig aftur.“

Svona hefst átakanlegur pistill sem hin 24 ára Sunna Axelsdóttir deildi á Facebook-síðu sinni 16. ágúst sl., en í honum lýsir hún andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi úr menntaskólasambandi.

Í samtali við Stundina segir hún að vegur hennar til bata hafi verið langur og að hún hafi á sínum tíma átt erfitt með að ræða málið við vinahópinn þar sem margir tóku hlið fyrrverandi frekar en hennar. Hún segir að viðhorf til þolenda ofbeldis hafi gjörbreyst á þessum sex árum og að það hafi komið henni á óvart hvað hún fékk gríðarlega mikinn stuðning eftir að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu