Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir Birnu gagnrýnir efnistök fjölmiðla

„Sum­ar lýs­ing­ar eru þess eðl­is að þær valda óbæri­leg­um sárs­auka, skapa hrylli­leg­ar mynd­ir í hug­skot­um þeirra sem þjást mest, fjöl­skyld­unn­ar,“ skrif­ar Vig­fús Bjarni Al­berts­son sjúkra­hús­sprest­ur, sem biðl­ar til fjöl­miðla að fara gæti­lega.

Móðir Birnu gagnrýnir efnistök fjölmiðla
Birna Brjánsdóttir Réttarhöld standa yfir vegna máls hennar.

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, gagnrýnir efnistök fjölmiðla í fréttaflutningi af réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Olsen sem staðið hafa yfir undanfarna daga.

Dæmi eru um að grafískum lýsingum á morðinu á Birnu hafi verið slegið upp í fyrirsagnir. Þannig birtist til dæmis stór frétt með yfirskriftinni Birna fékk tvö högg eftir að henni byrjaði að blæða á DV.is í gær. Á Vísi var það orðalag notað í frétt að réttarhaldanna hefði verið beðið með eftirvæntingu.

„Ég get ekki á mér setið. Fyrir hvern nákvæmlega eru fjölmiðlar að skrifa?“ skrifar móðir Birnu á Facebook-síðu sinni. Telur Sigurlaug að með nákvæmum og grafískum textalýsingum úr dómssal sé verið að hlutgera dóttur hennar.

„Allir fjölmiðlar hafa verið að runka sér í því að hlutgera dóttur mína síðustu daga. Á Vísi var skrifað „það hafði verið beðið eftir þessum réttarhöldum með eftirvæntingu ...“ Hver beið með eftirvæntingu? Er þetta hollt fyrir einhvern? Eru fordæmi fyrir þessum fjölmiðlahryllingi í einhverju öðru landi?“

Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur, birti opna orðsendingu á Facebook í gær þar sem hann biðlaði til fjölmiðla fyrir hönd foreldra Birnu:

Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.

Þá birti Gylfi Þór Þorsteinsson, sonur konu sem lést af áverkum eftir alvarlega líkamsárás fyrir tuttugu árum síðan, færslu þar sem hann gagnrýndi fjölmiðlaumfjöllunina um réttarhöldin yfir Birnu:

Þessa dagana fara fram réttarhöld sem setja nýtt viðmið í umfjöllun um morðmál.

Viðmið sem mér líkar alls ekki við, fyrir um 20 árum síðan var móðir mín myrt, hún var barin til bana af bróður sínum. Það var mikil áfall, fyrir mig, föður minn og alla þá sem okkur þekktu, og já einnig fjölskyldu bróður hennar. Áfallinu lauk ekki við jarðaför, við gátum ekki litið svo á að nú væri einhverju ferli lokið, því við tóku réttarhöld, fyrst fyrir héraðsdóm og svo fyrir Hæstarétti. Ég treysti mér ekki til að vera viðstaddur Héraðsdóm, ástæðan var sú að þar yrði greinagóðar lýsingar á því hvernig bróðir mömmu fór með hana fram í andlátið. Ég þakka fyrir, að þótt umfjöllun hafi svo sannarlega verið í fjölmiðlum, þá voru greina -góðar lýsingar á höggum, blóðslettum og hvernig síðustu stundir mömmu voru, ekki birtar í fjölmiðlum.

Ég þekki það betur en margir, hve lestur, hlustun, áhorf eða smellir skipta fjölmiðla máli. Vann við fjölmiðla frá árinu 1991 til 2013, og meðal annars, á meðan mál móður minnar kom upp. Ýmislegt birtist í þessum miðlum, sumt rétt annað einfaldlega rangt og ómögulegt var fyrir okkur að koma réttum upplýsingum til skila, það skipti okkur máli, því þessar röngu upplýsingar særðu líka.

Ég á 3 börn, einhvern tíma munu þau lesa dómsgögnin og sjá hvað lífið getur verið grimmt, en þá munu þau gera það á sínum forsendum. Ekki forsendum lesturs, hlustunar, áhorfs eða smella. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er eins og ég kom inn á í upphafi, réttarhöldin vegna máls Birnu. Er það í almannaþágu að við þurfum grafískar lýsingar á áverkum? Hjálpar þetta þjóðinni að jafna sig á þessu hræðilega máli? Aldrei fyrr hefur morðmál á Íslandi fengið eins grafíska lýsingu og nú, og ég vona að fjölmiðlar átti sig á að fréttagildið getur verð alveg það sama ef við sleppum því.

Nú er þessu ranti mínu lokið og ég mun eflaust halda áfram næstu daga að sjá spaugulegu hliðina á lífinu, en ég veit af eigin reynslu að ættingar og vinir Birnu, munu ekki geta það. Ekki strax og allra síst á meðan þau þurfa að hlustu, horfa eða lesa um þessi síðustu andartök stelpunar sem þau elskuðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Kristján Þór starfandi stjórnarformaður styrktarfélags Samherjafrænda
4
Fréttir

Kristján Þór starf­andi stjórn­ar­formað­ur styrkt­ar­fé­lags Sam­herja­f­rænda

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og ráð­herra, er stjórn­ar­formað­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðl­a­fé­lags sem stofn­end­ur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, hafa sett á lagg­irn­ar. Um er að ræða enn eitt dæm­ið um starf­ið sem Kristján Þór tek­ur að sér fyr­ir stofn­end­ur Sam­herja í gegn­um ár­in.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
6
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
4
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Auður Jónsdóttir
3
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár