Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Móðir Birnu gagnrýnir efnistök fjölmiðla

„Sum­ar lýs­ing­ar eru þess eðl­is að þær valda óbæri­leg­um sárs­auka, skapa hrylli­leg­ar mynd­ir í hug­skot­um þeirra sem þjást mest, fjöl­skyld­unn­ar,“ skrif­ar Vig­fús Bjarni Al­berts­son sjúkra­hús­sprest­ur, sem biðl­ar til fjöl­miðla að fara gæti­lega.

Móðir Birnu gagnrýnir efnistök fjölmiðla
Birna Brjánsdóttir Réttarhöld standa yfir vegna máls hennar.

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, gagnrýnir efnistök fjölmiðla í fréttaflutningi af réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Olsen sem staðið hafa yfir undanfarna daga.

Dæmi eru um að grafískum lýsingum á morðinu á Birnu hafi verið slegið upp í fyrirsagnir. Þannig birtist til dæmis stór frétt með yfirskriftinni Birna fékk tvö högg eftir að henni byrjaði að blæða á DV.is í gær. Á Vísi var það orðalag notað í frétt að réttarhaldanna hefði verið beðið með eftirvæntingu.

„Ég get ekki á mér setið. Fyrir hvern nákvæmlega eru fjölmiðlar að skrifa?“ skrifar móðir Birnu á Facebook-síðu sinni. Telur Sigurlaug að með nákvæmum og grafískum textalýsingum úr dómssal sé verið að hlutgera dóttur hennar.

„Allir fjölmiðlar hafa verið að runka sér í því að hlutgera dóttur mína síðustu daga. Á Vísi var skrifað „það hafði verið beðið eftir þessum réttarhöldum með eftirvæntingu ...“ Hver beið með eftirvæntingu? Er þetta hollt fyrir einhvern? Eru fordæmi fyrir þessum fjölmiðlahryllingi í einhverju öðru landi?“

Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur, birti opna orðsendingu á Facebook í gær þar sem hann biðlaði til fjölmiðla fyrir hönd foreldra Birnu:

Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.

Þá birti Gylfi Þór Þorsteinsson, sonur konu sem lést af áverkum eftir alvarlega líkamsárás fyrir tuttugu árum síðan, færslu þar sem hann gagnrýndi fjölmiðlaumfjöllunina um réttarhöldin yfir Birnu:

Þessa dagana fara fram réttarhöld sem setja nýtt viðmið í umfjöllun um morðmál.

Viðmið sem mér líkar alls ekki við, fyrir um 20 árum síðan var móðir mín myrt, hún var barin til bana af bróður sínum. Það var mikil áfall, fyrir mig, föður minn og alla þá sem okkur þekktu, og já einnig fjölskyldu bróður hennar. Áfallinu lauk ekki við jarðaför, við gátum ekki litið svo á að nú væri einhverju ferli lokið, því við tóku réttarhöld, fyrst fyrir héraðsdóm og svo fyrir Hæstarétti. Ég treysti mér ekki til að vera viðstaddur Héraðsdóm, ástæðan var sú að þar yrði greinagóðar lýsingar á því hvernig bróðir mömmu fór með hana fram í andlátið. Ég þakka fyrir, að þótt umfjöllun hafi svo sannarlega verið í fjölmiðlum, þá voru greina -góðar lýsingar á höggum, blóðslettum og hvernig síðustu stundir mömmu voru, ekki birtar í fjölmiðlum.

Ég þekki það betur en margir, hve lestur, hlustun, áhorf eða smellir skipta fjölmiðla máli. Vann við fjölmiðla frá árinu 1991 til 2013, og meðal annars, á meðan mál móður minnar kom upp. Ýmislegt birtist í þessum miðlum, sumt rétt annað einfaldlega rangt og ómögulegt var fyrir okkur að koma réttum upplýsingum til skila, það skipti okkur máli, því þessar röngu upplýsingar særðu líka.

Ég á 3 börn, einhvern tíma munu þau lesa dómsgögnin og sjá hvað lífið getur verið grimmt, en þá munu þau gera það á sínum forsendum. Ekki forsendum lesturs, hlustunar, áhorfs eða smella. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er eins og ég kom inn á í upphafi, réttarhöldin vegna máls Birnu. Er það í almannaþágu að við þurfum grafískar lýsingar á áverkum? Hjálpar þetta þjóðinni að jafna sig á þessu hræðilega máli? Aldrei fyrr hefur morðmál á Íslandi fengið eins grafíska lýsingu og nú, og ég vona að fjölmiðlar átti sig á að fréttagildið getur verð alveg það sama ef við sleppum því.

Nú er þessu ranti mínu lokið og ég mun eflaust halda áfram næstu daga að sjá spaugulegu hliðina á lífinu, en ég veit af eigin reynslu að ættingar og vinir Birnu, munu ekki geta það. Ekki strax og allra síst á meðan þau þurfa að hlustu, horfa eða lesa um þessi síðustu andartök stelpunar sem þau elskuðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu