Við Íslendingar erum rík þjóð. Við eigum gnægð landrýmis, hreint og tært vatn, haf sem er stútfullt af fiski, jarðhita, undraverða náttúru sem ferðamenn vilja skoða, orku og hreint og frískandi andrúmsloft. Ísland er ofarlega á öllum listum sem mæla ríkidæmi þjóða, sama hvaða aðferðum er beitt. Hér drýpur smjör af hverju strái.
Það hefur ekki alltaf verið svo. Í upphafi 20. aldarinnar var Ísland fátækasta ríki Evrópu, vanþróað og barðist fyrir tilverurétti sínum. Íslendingar þurftu að hafa fyrir því að byggja upp heilbrigðiskerfi, samgöngur, menntakerfi og íbúðarhúsnæði sem hæfði verðráttunni í landi sem var vart búið að finna upp hjólið. En það tókst.
Hvernig getur það verið að þjóð sem gat byggt upp nútímasamfélag á kletti úti í ballarhafi geti ekki viðhaldið því sómasamlega? Ráðamenn forgangsraða í brýnustu verkefnin en samt er allt á vonarvöl og ekki til peningar til að bjarga mannslífum og mennta æskuna. Kannski seinna, en …
Athugasemdir