Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Komnir á Tinder eftir ásakanir og dóma fyrir ofbeldi gegn konum

Ung­ur mað­ur, sem dæmd­ur var ný­lega fyr­ir tvær hrotta­leg­ar nauðg­an­ir, leit­ar eft­ir kynn­um við kon­ur á stefnu­móta­app­inu Tind­er. Ann­ar mað­ur, ódæmd­ur, hef­ur ver­ið ásak­að­ur um al­var­legt heim­il­isof­beldi af fleiri en einni konu og fer fram á fang­elsis­vist yf­ir einni þeirra vegna frá­sagn­ar henn­ar.

Komnir á Tinder eftir ásakanir og dóma fyrir ofbeldi gegn konum
Í leit að kynnum Konum hefur undanfarið verið bent á að tveir menn, sem eru nú á stefnumótaappinu Tinder, hafi verið til umræðu vegna alvarlegra mála. Mynd: Tinder / Samsett mynd

Ungur maður sem nýverið var dæmdur fyrir hrottafengnar nauðganir er kominn á stefnumótaappið Tinder þar sem hann reynir að komast í kynni við konur.

Tinder gengur út á að gera fólki kleift að tengjast öðrum sem hafa nánari kynni í huga. Takmarkaðar upplýsingar eru um fólk á Tinder og byggir forritið á því að notendur velji eða hafni á útlitslegum forsendum og svo byggt á því sem notendur skrifa um sjálfa sig.

Elvar Sigmundsson var dæmdur fyrir tvær nauðganir fyrir hálfu ári. Báðar stúlkurnar voru sextán ára gamlar. Önnur stúlkan hefur greint frá því að hún búi aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá manninum, nú þegar hann hefur verið settur í opið úræði á Vernd í Laugardalnum í Reykjavík, hálfu ári eftir dóminn.

Gagnrýnt hefur verið að hann hafi ekki sætt gæsluvarðhaldi í fyrra, ekki síst í ljósi þess að sex dögum eftir ofbeldisfulla nauðgun nauðgaði hann annarri sextán ára stúlku, sem náði að flýja undan honum í blóði sínu eftir að vinir Elvars heyrðu hjálparkall frá henni í læstum bílskúr. „Hún öskraði bara og kom ekki orði upp úr sér. Það frusu eiginlega allir,“ sagði vitni í málinu, vinur Elvars, sem kom að nauðguninni.

Undanfarið hafa stúlkur verið varaðar við því á samfélagsmiðlum að Elvar, sem hafi þessa forsögu, sé á Tinder undir nafninu Elvar. Hann hefur einnig kallað sig Elvar Miles.

Á Tinder eftir ásakanir um heimilisofbeldi

Annar maður, sem handtekinn var í Bandaríkjunum í mars, eftir að sambýliskona hans hlaut alvarlega áverka og kallaði til lögreglu, er einnig kominn á Tinder í leit að nýjum kynnum. Fleiri en ein kona hafa greint frá því að hann hafi beitt þær ofbeldi, en hann hefur ekki verið dæmdur.

Hanna Kristín Skaftadóttir opnaði sig um atvik í mars, þar sem maðurinn var handtekinn eftir að lögreglan var kölluð til á Four Seasons hótelinu í Austin í Texas, þar sem hún var á ferðalagi til að halda fyrirlestra.

„Ég var í sömu sporum með þessum sama manni í allt, allt of langan tíma,“ sagði önnur kona á Facebook, sem lýsti einnig ofbeldi af hans hálfu.

Maðurinn, Magnús Jónsson, hefur tvívegis verið handtekinn fyrir ölvun við akstur frá því hann kom aftur til landsins. Í öðru tilvikinu, í Borgarnesi í apríl síðastliðnum, lagði samferðakona hans á flótta undan honum og kallaði til lögreglu og síðar lögmann.

Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir ofbeldismálin.

Vill 1,5 milljónir frá konunni og fangelsisvist

Hanna Kristín SkaftadóttirMaður, sem var handtekinn eftir að hún hringdi á lögreglu vegna ofbeldis, hefur hótað henni að hann muni fara fram á tveggja ára fangelsi yfir henni og krefja hana um 1,5 milljónir króna vegna frásagnar hennar.

Magnús sendi Hönnu Kristínu hótun um málsókn vegna frásagna hennar af ofbeldinu í lok júlí.

Þar er lögð fram krafa um að hún „verði látin sæta ýtrustu refsingu sem lög leyfa“, en meiðyrði flokkast undir almenn hegningarlög og er hámarksrefsing fangelsisvist. Meðal annars hótar Magnús að kæra Hönnu Kristínu á grundvelli þess að hún hafi sagt frá „einkamálefnum“ og svo að hún hafi breitt út hatursáróður og móðgað eða smánað fyrrverandi maka. Lagagreinar sem lögmaður Magnúsar vitnar hafa refsiramma upp á tveggja ára fangelsisdóm, og er farið fram á hámarksrefsingu.

„Ég upplifi þetta sem áframhaldandi ofbeldi af hans hálfu,“ sagði Hanna Kristín. „En ég stend áfram sterk og keikari ef eitthvað er fyrir vikið og mun standa andspænis manninum fyrir dómstólum með sannleikann að vopni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár