Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Komnir á Tinder eftir ásakanir og dóma fyrir ofbeldi gegn konum

Ung­ur mað­ur, sem dæmd­ur var ný­lega fyr­ir tvær hrotta­leg­ar nauðg­an­ir, leit­ar eft­ir kynn­um við kon­ur á stefnu­móta­app­inu Tind­er. Ann­ar mað­ur, ódæmd­ur, hef­ur ver­ið ásak­að­ur um al­var­legt heim­il­isof­beldi af fleiri en einni konu og fer fram á fang­elsis­vist yf­ir einni þeirra vegna frá­sagn­ar henn­ar.

Komnir á Tinder eftir ásakanir og dóma fyrir ofbeldi gegn konum
Í leit að kynnum Konum hefur undanfarið verið bent á að tveir menn, sem eru nú á stefnumótaappinu Tinder, hafi verið til umræðu vegna alvarlegra mála. Mynd: Tinder / Samsett mynd

Ungur maður sem nýverið var dæmdur fyrir hrottafengnar nauðganir er kominn á stefnumótaappið Tinder þar sem hann reynir að komast í kynni við konur.

Tinder gengur út á að gera fólki kleift að tengjast öðrum sem hafa nánari kynni í huga. Takmarkaðar upplýsingar eru um fólk á Tinder og byggir forritið á því að notendur velji eða hafni á útlitslegum forsendum og svo byggt á því sem notendur skrifa um sjálfa sig.

Elvar Sigmundsson var dæmdur fyrir tvær nauðganir fyrir hálfu ári. Báðar stúlkurnar voru sextán ára gamlar. Önnur stúlkan hefur greint frá því að hún búi aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá manninum, nú þegar hann hefur verið settur í opið úræði á Vernd í Laugardalnum í Reykjavík, hálfu ári eftir dóminn.

Gagnrýnt hefur verið að hann hafi ekki sætt gæsluvarðhaldi í fyrra, ekki síst í ljósi þess að sex dögum eftir ofbeldisfulla nauðgun nauðgaði hann annarri sextán ára stúlku, sem náði að flýja undan honum í blóði sínu eftir að vinir Elvars heyrðu hjálparkall frá henni í læstum bílskúr. „Hún öskraði bara og kom ekki orði upp úr sér. Það frusu eiginlega allir,“ sagði vitni í málinu, vinur Elvars, sem kom að nauðguninni.

Undanfarið hafa stúlkur verið varaðar við því á samfélagsmiðlum að Elvar, sem hafi þessa forsögu, sé á Tinder undir nafninu Elvar. Hann hefur einnig kallað sig Elvar Miles.

Á Tinder eftir ásakanir um heimilisofbeldi

Annar maður, sem handtekinn var í Bandaríkjunum í mars, eftir að sambýliskona hans hlaut alvarlega áverka og kallaði til lögreglu, er einnig kominn á Tinder í leit að nýjum kynnum. Fleiri en ein kona hafa greint frá því að hann hafi beitt þær ofbeldi, en hann hefur ekki verið dæmdur.

Hanna Kristín Skaftadóttir opnaði sig um atvik í mars, þar sem maðurinn var handtekinn eftir að lögreglan var kölluð til á Four Seasons hótelinu í Austin í Texas, þar sem hún var á ferðalagi til að halda fyrirlestra.

„Ég var í sömu sporum með þessum sama manni í allt, allt of langan tíma,“ sagði önnur kona á Facebook, sem lýsti einnig ofbeldi af hans hálfu.

Maðurinn, Magnús Jónsson, hefur tvívegis verið handtekinn fyrir ölvun við akstur frá því hann kom aftur til landsins. Í öðru tilvikinu, í Borgarnesi í apríl síðastliðnum, lagði samferðakona hans á flótta undan honum og kallaði til lögreglu og síðar lögmann.

Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir ofbeldismálin.

Vill 1,5 milljónir frá konunni og fangelsisvist

Hanna Kristín SkaftadóttirMaður, sem var handtekinn eftir að hún hringdi á lögreglu vegna ofbeldis, hefur hótað henni að hann muni fara fram á tveggja ára fangelsi yfir henni og krefja hana um 1,5 milljónir króna vegna frásagnar hennar.

Magnús sendi Hönnu Kristínu hótun um málsókn vegna frásagna hennar af ofbeldinu í lok júlí.

Þar er lögð fram krafa um að hún „verði látin sæta ýtrustu refsingu sem lög leyfa“, en meiðyrði flokkast undir almenn hegningarlög og er hámarksrefsing fangelsisvist. Meðal annars hótar Magnús að kæra Hönnu Kristínu á grundvelli þess að hún hafi sagt frá „einkamálefnum“ og svo að hún hafi breitt út hatursáróður og móðgað eða smánað fyrrverandi maka. Lagagreinar sem lögmaður Magnúsar vitnar hafa refsiramma upp á tveggja ára fangelsisdóm, og er farið fram á hámarksrefsingu.

„Ég upplifi þetta sem áframhaldandi ofbeldi af hans hálfu,“ sagði Hanna Kristín. „En ég stend áfram sterk og keikari ef eitthvað er fyrir vikið og mun standa andspænis manninum fyrir dómstólum með sannleikann að vopni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
6
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár