Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII

Ill­ugi Jök­uls­son fékk skýr­ingu á því af hverju illa geng­ur að nota de­bet­kort í Kaup­manna­höfn

„Við erum ekkert búin að gleyma hruninu.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn XVIII
Úr Kaupmangaragötu rétt áðan.

Stöku sinnum gengur illa að nota debetkort hér í Kaupmannahöfn. Mér hefur ekki tekist að taka út úr hraðbönkum með debetkorti og stundum vilja vélarnar í búðunum ekki debetkortið mitt, að minnsta kosti ekki fyrr en í annarri eða þriðju tilraun.

Þetta er svo sem ekkert stórt vandamál og kreditkortasamband er alltaf í góðu lagi.

En gestur sem er hérna hjá mér í Jónshúsi núna lenti í þessu í gær. Hann var á kaffihúsi að reyna að borga reikninginn sinn með debetkorti, og posinn á kaffihúsinu vildi ekki kortið.

Þjónninn var alveg í vandræðum og fékk kortið í hendur svo hann gæti sjálfur prófað.

Hann leit á kortið, sá hvaðan það kom og varð að orði:

„Ahá, svo það er íslenskt. Það er áreiðanlega skýringin á því að bankinn hérna vill það ekki. Við erum ekkert búin að gleyma því sem gerðist í hruninu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár