Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjölskylda brotaþola Roberts Downey ringluð eftir nýjar upplýsingar í málinu

„Við er­um bara venju­legt fólk sem vill fá hrein­skil­in og eðli­leg svör,“ seg­ir Berg­ur Þór Ing­ólfs­son, fað­ir Nínu Rún­ar Bergs­dótt­ur, einn­ar stúlk­unn­ar sem Robert Dow­ney braut á. Feðg­in­in hafa ít­rek­að kall­að eft­ir svör­um frá Bjarna Bene­dikts­syni um mál­ið, án þess að fá nokk­ur við­brögð. Bjarni svar­ar núna leið­ara­höf­undi Frétta­blaðs­ins, og í svör­um hans kem­ur fram að hann hafði enga að­komu að mál­inu, sem var af­greitt áð­ur en hann tók við ráðu­neyt­inu.

Fjölskylda brotaþola Roberts Downey ringluð eftir nýjar upplýsingar í málinu

Bjarni Benediktsson átti ekki aðkomu að þeirri ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Bjarna og upplýsingum sem voru birtar um ferlið í Morgunblaðinu í dag.

Áður hafði Bjarni sagt í samtali við RÚV að hann hefði tekið við málinu þegar hann starfaði sem dómsmálaráðherra í fjarveru Ólafar Nordal. Þá sagði hann: „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð.“

Nú segir Bjarni hins vegar:  „Staðreynd málsins er sú að ég gegndi ekki embætti fyrir innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd í ráðuneytinu. Ekki heldur þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn eða voru lögð fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Það sætir því furðu að kallað sé eftir því að ég svari fyrir þá ákvörðun. Enn undarlegra er að sjá skrif um að ég forðist umræðu um málið.“

Bergur Þór Ingólfsson, faðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, einnar stúlkunnar sem Robert Downey braut á, segist vera orðinn svolítið ringlaður á þessu máli. 

„Við erum auðvitað ánægð með að forsætisráðherra geri sér loksins það ómak að svara okkur og fjölmiðlum en erum á sama tíma frekar ringluð. Þann 16. júní sagði hann í viðtali við RÚV að hann hafi tekið við niðurstöðu í ráðuneytinu sem hafi fengið sína hefðbundnu meðferð og hallist frekar að því að í þessu tilfelli sem öðrum eigi fólk að fá annað tækifæri í lífinu. Nú segir hann að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd né þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn og finnist hugtakið uppreist æru koma spánskt fyrir sjónir svo mikilvægt sé að hraða breytingum á reglugerðinni. Við erum eiginlega alveg jafn mikið í lausu lofti sem áður.“

Birt í Morgunblaðinu

Fjölmiðlar, þar á meðal Stundin, hafa sent innanríkisráðuneytinu ítrekaðar fyrirspurnir um málið og ferlið sem lá þar að baki án þess fá svör við spurningum sínum.

Sigríður AndersenUpplýsingar um ferlið sem lá að baki ákvörðuninni voru birtar í Morgunblaðinu í morgun, samhliða viðtali við ráðherrann. Áður hafði hún neitað að veita upplýsingar um hina valinkunnu menn.

Í dag birti Morgunblaðið svo tímaröð þessa ferils, með frétt þar sem rætt var við Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Þar kemur fram að Ólöf Nordal heitin undirritaði tillögu til forseta Íslands um að veita Robert Downey, sem hét áður Róbert Árni Hreiðarsson, þann 14. september. Daginn eftir kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson tillögur ráðherrans á ríkisstjórnarfundi, en Ólöf var ekki á þeim fundi. Þann 16. september var tillagan svo send til forseta sem sendi hana aftur undirritaða til ráðuneytisins þann 20. september.

Ólöf Nordal fór í veikindaleyfi um miðjan október. 

„Við erum bara venjulegt fólk sem vill fá hreinskilin og eðlileg svör, því við botnum ekkert í þessu.“

Áður hafði Sigríður tekið fyrir að nöfn þeirra tveggja valinkunnu manna sem gáfu lögmanninum, Robert Downey, meðmæli eða önnur gögn málsins yrðu birt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var hins vegar óskað eftir þessum gögnum og samþykkti ráðuneytið að afhenta nefndinni þau. Þau hafa ekki enn verið gerð opinber.  

Þá liggur fyrir að þessi ákvörðun hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

Svaraði ekki ákalli föðursins 

Þakkar fyrir að fá loks svörBergur hefur ítrekað kallað eftir svörum frá forsætisráðherra en hefur komið að kofanum tómum. Fyrst núna svarar Bjarni fyrir málið og þá kemur í ljós að hann átti enga aðkomu að því.

Ákvörðun um að veita manni sem var dæmdur fyrir að brjóta gegn fimm ungum stúlkum með langvarandi og þaulskipulögðum blekkingum og tælingu hefur vakið mikla reiði í samfélaginu og verið harðlega gagnrýnd. Stúlkur sem lentu í lögmanninum hafa stigið fram og greint frá afleiðingum þessa máls á líf þeirra og heilsu. 

Faðir einnar þeirrar, Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri, kallaði eftir rökstuðningi Bjarna í aðsendri grein sem birt var í Fréttablaðinu þann 22. júní. Þar sagði: „Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það.“

Ákalli hans var ekki svarað. 

Brotaþoli Róberts fékk engin viðbrögð frá Bjarna 

Bað Bjarna um svörNína Rún Bergsdóttir hefur í tvígang taggað Bjarna á Facebook í von um einhver viðbrögð. Hún hefur jafnframt tjáð sig opinberlega um málið og beðið Bjarna um að svara, því svörin gætu reynst fjölskyldunni þýðingarmikil í bataferlinu.

Dóttir hans, Nína Rún Bergsdóttir, hefur ítrekað reynt að fá svör frá Bjarna við spurningum sínum. Í tvígang hefur hún taggað hann í færslur á Facebook og vonast eftir svörum. „Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur facebook færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í samtali við DV.

Spurningar hennar voru einfaldar: „Af hverju vill hann ekki hlusta á okkur? Af hverju veitir hann manni sem var dæmdur fyrir að ræna æsku fimm ungra stúlkna og hefur verið kærður af þeirri sjöttu uppreist æru og neitar að tjá sig um það? Hvað gerðist í þessu ferli? Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að? Maðurinn missti æruna við að brjóta á okkur. Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar.“

Þýðingarmikið að fá svör

Sagðist hún ætla að halda áfram að hafa hátt þar til þau fengju svör við sínum spurningum. „Að fá að vita hvað leiddi til þess að Robert Downey fengi uppreist æru, hverjir skrifuðu undir og afhverju, myndi þýða mikið fyrir mig og mína fjölskyldu og einnig gefa mér einhverskonar sálarró. Sem brotaþoli Roberts finnst mér ég, og við allar, eiga rétt á því. Annað af okkar markmiðum er að koma í veg fyrir að svona gerist nokkurn tíman aftur. Enginn ætti að þurfa að þola að brot gegn manni, brot sem hefur haft langvarandi áhrif, sé bara eytt sísvona. Við viljum eyða því úr lögum að það sé ólöglegt að segja sína eigin sögu ef sá sem á manni brýtur fær uppreist æru. Við viljum gagnrýnið og gegnsætt ferli þegar brotamaður vill komast aftur í yfirburðastöðu í þjóðfélaginu.“

„Það er frekar ömurlegt að hafa verið að pönkast í forsætisráðherranum í einn og hálfan mánuð án hvíldar og fá þá loksins svar um að hann hafi hvergi komið nærri.“

Útilokaði varaþingmann vegna málsins 

Bjarni svaraði því ekki heldur þegar varaþingmaður Pírata, Snæbjörn Brynjarsson, velti því fyrir sér af hverju Bjarni hefði ekki verið spurður hvað lá að baki þessari ákvörðun. Snæbjörn velti þessu fyrir sér á Twitter um helgina og taggaði Bjarna í færsluna en fékk ekki önnur viðbrögð en þau að hann var útilokaður og bannaður á síðu Bjarna. 

Í morgun birtist síðan leiðari í Fréttablaðinu þar sem Magnús Guðmundsson sagði að málið virtist vera vandamál fyrir ríkisvaldið og Bjarna Benediktsson, „sem sat á ráðherrastóli og skrifaði upp á að Robert Downey, maðurinn sem braut svo gróflega gegn þessum stúlkum, fengi uppreist æru. Bjarni virðist ætla að hafa íslenska háttinn á og bíða af sér storminn og vona að raddirnar þagni.“

Svaraði leiðarahöfundi Fréttablaðsins 

Það var svo í dag, sem Bjarni svaraði fyrir málið með Facebook-færslu. Færsla Bjarna er sett fram sem svar við leiðara Magnúsar, sem vitnað var í öðrum fjölmiðlum. „Magnús Guðmundsson segir í Fréttablaðinu í dag að ég ég hafi skrifað upp á tillögu um uppreist æru á síðasta ári og ég neiti að svara fyrir þetta mál. Fleiri fjölmiðlar hafa í dag tekið þessi skrif hans upp.“

Þar segir Bjarni meðal annars: „Undir í þessu máli eru brot sem við fordæmum og á að taka hart á.“ Sjálfur hefði hann lagt mikla vinnu sem formaður allsherjarnefndar árið 2006 í breytingar á kynferðiskafla hegningarlaganna, sem urðu til þess að nauðgunarhugtakið var útvíkkað, fyringarfrestir lengdir og refsingar þyngdar.

„Hugtakið uppreist æru kemur sérstaklega spánskt fyrir sjónir þegar um er að ræða brot, sem er erfitt að fyrirgefa. Á undanförnum áratugum hefur undantekningarlaust verið fallist á beiðni um uppreist æru séu tiltekin lögformleg skilyrði uppfyllt. Ég tel að breytt viðhorf, sem m.a. koma fram í hertum viðurlögum við kynferðisbrotum, kalli á að við tökum nú þessa áralöngu framkvæmd til endurskoðunar. Fram kemur í viðtali við dómsmálaráðherra í dag að vinna er hafin við að endurskoða reglur um efnið, m.a. hvernig fara eigi með endurheimt borgaralegra réttinda manna sem hlotið hafa dóma, skýra reglurnar og auka gagnsæi. Ég styð ráðherrann heilshugar í þeirri vinnu og tel mikilvægt að hraða henni.“

Borgaraleg réttindi

Á sínum tíma, þegar hann ræddi mál Roberts Downey við fréttamann RÚV, lagði Bjarni hins vegar áherslu á að lög gerðu ráð fyrir því að menn með þunga dóma á bakinu gætu fengið uppreist æru að vissum tíma liðnum að uppfylltum skilyrðum. Það væri ekki hægt að láta tilfinningar hafa of mikil áhrif í þessu máli og fólk ætti að fá annan séns. 

„Lögin sem um þetta efni fjalla eru nú ekki alveg ný af nálinni,“ segir Bjarni um hvernig staðið er að uppreist æru. „Þegar um alvarlegri brot er að ræða er fyrst hægt að láta reyna á uppreist æru eftir fimm ár. Þá fer það í ákveðið ferli sem er í mjög föstum skorðum. Það má segja um þetta að lög á Íslandi gera alveg ótvírætt ráð fyrir því, að uppfylltum tilteknum skilyrðum að menn geti aftur fengið uppreist æru þrátt fyrir að hafa hlotið nokkuð alvarlega dóma. Í því fellst að menn geta aftur endurheimt ýmis borgaraleg réttindi.“

Hissa á hinni dularfullu leynd

Nú segir Bergur, í samtali við Stundina, að fjölskyldan hafi óskað eftir staðreyndum í málinu. Það skipti máli að vita hvaða fólk ritaði undir uppreist æru Roberts Downey og hvort það hafi ekki átt að sinna eftirlits- og rannsóknarskyldu. 

„Nær allir þingmenn sem tjá sig um málið eru sammála okkur um að lögin séu skökk. Það var vegna látanna í okkur og fjölmiðlum sem farið var að skoða þetta en spurningarnar hefðu átt að vakna miklu fyrr í ferlinu. Það er einfaldlega þannig að ranglát lög og vanhugsaðar embættisfærslur eru ekki hafnar yfir gagnrýni frekar en önnur mannanna verk. Við teljum það rangt að þeir sem í krafti valds síns hafa níðst á frelsi annarra, barna í þessu tilfelli, skuli öðlast það vald á ný án þess að hafa viðurkennt brot sín eða reynt að ná sátt við samfélagið. Athafnir slíkra valdsmanna geta ekki verið hafnar yfir grun um að litast af fyrri viðhorfum. Við erum líka hissa á þeirri dularfullu leynd sem hvílir yfir málinu.“

Venjulegt fólk sem vill hreinskilin svör

Hann bendir á að hvergi í lögum segi að hinir valinkunnu skuli fara leynt. „Við viljum að stjórnsýslan sé gegnsærri. Það er frekar ömurlegt að hafa verið að pönkast í forsætisráðherranum í einn og hálfan mánuð án hvíldar og fá þá loksins svar um að hann hafi hvergi komið nærri. Við erum bara venjulegt fólk sem vill fá hreinskilin og eðlileg svör, því við botnum ekkert í þessu.

Næsta skref er auðvitað að ferlið verði gert opinbert svo allir fái að vita hvernig það gekk fyrir sig. Það væri mikill léttir.

Eins og ég sagði áðan fögnum við því að forsætisráðherrann sé sammála okkur um að lögum um uppreist æru þurfi að breyta og það sem fyrst. En við spyrjum um leið hvort nýju lögin nái yfir fólk í sömu valdastöðum og eru í núverandi lögum. Verða settar reglur sem girða fyrir að brotamenn sem framið hafa svívirðileg brot gagnvart einstaklingum og þjóð þurfi að ganga í gegnum gagnrýnið ferli til að komast í valdastöðu í þjóðfélaginu?“

Þá hefur hann sagt forsetanum það persónulega að hann sé tilbúinn til þess að ræða við hann um breytingar á þessu ferli. „Það  sama á við um forsætisráðherrann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár