Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljónir Napólíbúa í hættu: Tvö risaeldgos á leiðinni?

Ill­ugi Jök­uls­son gerði sér ekki grein fyr­ir því að við hlið­ina á Vesúvíusi væri önn­ur enn stærri eld­stöð.

Milljónir Napólíbúa í hættu: Tvö risaeldgos á leiðinni?
Gosið í Vesúvíusi. Málverk eftir Pierre Jacques Volaire.

Mér skilst það sé fallegt við Napólí-flóa.

Þar hafa líka margir kosið að setjast að. Í Napólí-borg býr um ein milljón manna en í allra næsta nágrenni um tvær og hálf til viðbótar. Þá má alltaf gera ráð fyrir að í borginni og bæjunum við flóann sé á hverjum tíma staddur ótölulegur grúi af ferðamönnum.

Sannleikurinn mun vera sá að allt þetta fólk er í lífshættu.

Og ógnin kemur ekki frá mafíunni sem þó leikur þarna lausum hala, heldur úr iðrum jarðar.

Við flóann er ekki bara eitt, heldur tvö ógnarleg eldfjöll, sem geta víst gosið nánast á hverri stundu.

Og þá verður um sinn ekki fallegt við Napólí-flóa.

Ég sá um daginn fyrirsögn á erlendri vefsíðu þar sem stóð að ofur-eldstöð í námunda við Napólí gæti farið að bæra á sér. Og hugsaði, nú, er Vesúvíus eitthvað að ókyrrast?

En það var reyndar ekki átt við hinn fræga Vesúvíus, heldur annað fyrirbæri sem líka stendur við Napólí-flóa og er í aðeins 20 kílómetra fjarlægð (loftlínu) frá Vesúvíusi.

Það var sem sé átt við Campi Flegrei.

Og Campi Flegrei er víst miklu, miklu hættulegri eldstöð en Vesúvíus.

Sem er nú ekki nein meinleysisþúfa. Hann gróf borgirnar Pompeii, Herculaneum og fleiri í ösku árið 79.

Campi Flegrei er reyndar ekki hægt að kalla „eldfjall“ þótt eldstöðin hafi hlaðið upp nokkrum smáfjöllum gegnum tíðina. Þetta er „caldera“, askja eða kannski öllu heldur sigketill sem geymir svokallaða „ofur-eldstöð“.

Þær munu vera þeirrar náttúru flestar að í stað þess að gjósi endilega gjósi á afmörkuðum stað eða sprungu, þá getur jarðskorpan nánast flest af á stóru svæði og gosefni vella þar upp víða eða hvarvetna.

Yellowstone-þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum mun vera slíkt svæði og mun einhvern gjósa gríðarlegu gosi, sem fyrirsjáanlegt er að valdi stórkostlegu tjóni.

Calderan Campi Flegrei er að stórum hluta neðansjávar en telja má 24 gíga, fell og gosstöðvar af ýmsu tagi.

Síðast gaus þarna 1538. Þá hlóðst upp á átta dögum fjall sem nú er 458 metra hátt og fékk það frumlega nafn Monte Nuovo.

Nýja fjall.

Þar gæti komið stórt gos. Miklu stærra en 1538.

Það getur gosið á einum stað, það gæti líka gosið á svæðinu öllu.

Nánast eins og eldstöðin rífi ofan af sér þunna húð jarðskorpunnar.

Vissulega eru þekkt eldgos í Campi Flegrei ekki talin í hópi allra, allra stærstu eldgosa í jarðsögunni.

Þau stærstu teljast vera í áttunda flokki en stærsta gos sem vitað er um í Campi Flegrei er reyndar í þeim sjöunda.

Það átti sér stað fyrir 39.000 árum og ruddi frá sér 200 rúmkílómetrum gosefna. 

Gosmagnið sem kom upp í Lagagígum var 14 rúmkílómetrar.

Þar var að vísu fyrst og fremst um hraun að ræða, en gosið í Campi Flegrei var eflaust að stærstum öskugos, svo magnið er vissulega ekki að öllu leyti sambærilegt, en tölurnar tala samt sínu máli.

Campi 200 - Lakagígar 14.

Aska frá þessu gosi hefur fundist í Grænlandsjökli.

Margir telja að þetta gos í Campi hafi valdið útrýmingu Neanderdalsmannsins í Evrópu.

Enda ljóst að veður hefur snarkólnað við að fá allt þetta öskumagn út í andrúmsloftið.

Og einmitt um það leyti dóu Neanderdalsmenn út.

Síðasta stóra gosið í Campi Flegrei varð fyrir 12.000 árum.

Það var ekki eins stórt og það sem varð fyrir 39.000 árum en ef það yrði nú á dögum, þegar allur þessi mannfjöldi býr og sleikir sólina við Napólí-flóa, þá gæti það valdið ógnarlegu manntjóni.

Og nú telja vísindamenn sig semsagt sjá merki þess að Campi Flegrei gæti kosið hvenær sem er.

Eftir að fyrstu fréttirnir af þessum spádómum bárust út, og fólk fór að hafa áhyggjur, þá drógu vísindamenn reyndar svolítið í land.

Gosið væri kannski ekki alveg yfirvofandi.

Og „hvenær sem er“ í munni jarðfræðinga hefur líka dálítið aðra merkingu en í munni okkar hinna.

Tíu ár? Fimmtíu? Þúsund ár? Fimm þúsund?

Hver veit? En einhvern tíma gýs Campi Flegrei að nýju, svo mikið mun vera víst.

Á vefsíðu jarðvísindamanns á snærum tímaritsins WIRED telur hann Campi Flegrei hættulegustu eldstöð í heimi.

Hvorki meira né minna.

Og Vesúvíus er í fimmta sæti.

Menn vita nefnilega heldur ekki nema hann gæti látið á sér kræla hvenær sem er.

Ég mundi ekki endilega kaupa mér sumarbústað við Napólí-flóa.

Þótt þar sé víst fallegt.

Campi Flegrei og Vesúvíus.Rauða táknið er yfir Monte Nuovo. Aðeins eru 20 kílómetrar á milli eldstöðvanna. Það er því líkast sem höfuðborgarbúar á Íslandi væru með eitt risaeldfjall í Mosfellsbæ og annað í Hafnarfirði.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu