Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um að tveir lög­reglu­menn sem sköð­uð illa mann við hand­töku í Kópa­vogi verði áfram við störf. „Ég hef aldrei séð ann­að eins,“ sagði starfs­mað­ur ham­borg­arastað­ar um hand­tök­una.

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf
Lögreglumaður Tveir lögreglumenn, karl og kona, hafa verið kærðir af héraðssaksóknara fyrir ofbeldi í handtöku. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos/Geirix

Þrátt fyrir að hafa verið kærðir fyrir líkamsárás á hendur manni við handtöku, sem tvífótbrotnaði við aðfarirnar, verða tveir lögreglumenn áfram við störf hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þeir verða því ekki sendir í leyfi að svo stöddu. 

„Kærur á hendur lögreglumönnum vegna meintra brota í starfi eru ávallt teknar alvarlega og svo á einnig við hér. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru áfram við störf, en frekari ráðstafanir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart þeim verða teknar með hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem hlýst af rannsókn embættis héraðssaksóknara í þessu máli,“ segir í tilkynningunni. 

Embætti héraðssaksóknara rannsakar nú málið. Hins vegar hefur eitt vitni í málinu þegar stigið fram. Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, lýsti grófu ofbeldi lögreglumannanna í samtali við Vísi.

Aðdragandi handtökunnar var að tveir pólskir menn voru ölvaðir og með læti við hamborgarastaðinn um kvöldmatarleyti. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár