Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um að tveir lög­reglu­menn sem sköð­uð illa mann við hand­töku í Kópa­vogi verði áfram við störf. „Ég hef aldrei séð ann­að eins,“ sagði starfs­mað­ur ham­borg­arastað­ar um hand­tök­una.

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf
Lögreglumaður Tveir lögreglumenn, karl og kona, hafa verið kærðir af héraðssaksóknara fyrir ofbeldi í handtöku. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos/Geirix

Þrátt fyrir að hafa verið kærðir fyrir líkamsárás á hendur manni við handtöku, sem tvífótbrotnaði við aðfarirnar, verða tveir lögreglumenn áfram við störf hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þeir verða því ekki sendir í leyfi að svo stöddu. 

„Kærur á hendur lögreglumönnum vegna meintra brota í starfi eru ávallt teknar alvarlega og svo á einnig við hér. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru áfram við störf, en frekari ráðstafanir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart þeim verða teknar með hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem hlýst af rannsókn embættis héraðssaksóknara í þessu máli,“ segir í tilkynningunni. 

Embætti héraðssaksóknara rannsakar nú málið. Hins vegar hefur eitt vitni í málinu þegar stigið fram. Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, lýsti grófu ofbeldi lögreglumannanna í samtali við Vísi.

Aðdragandi handtökunnar var að tveir pólskir menn voru ölvaðir og með læti við hamborgarastaðinn um kvöldmatarleyti. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár