Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um að tveir lög­reglu­menn sem sköð­uð illa mann við hand­töku í Kópa­vogi verði áfram við störf. „Ég hef aldrei séð ann­að eins,“ sagði starfs­mað­ur ham­borg­arastað­ar um hand­tök­una.

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf
Lögreglumaður Tveir lögreglumenn, karl og kona, hafa verið kærðir af héraðssaksóknara fyrir ofbeldi í handtöku. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos/Geirix

Þrátt fyrir að hafa verið kærðir fyrir líkamsárás á hendur manni við handtöku, sem tvífótbrotnaði við aðfarirnar, verða tveir lögreglumenn áfram við störf hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þeir verða því ekki sendir í leyfi að svo stöddu. 

„Kærur á hendur lögreglumönnum vegna meintra brota í starfi eru ávallt teknar alvarlega og svo á einnig við hér. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru áfram við störf, en frekari ráðstafanir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart þeim verða teknar með hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem hlýst af rannsókn embættis héraðssaksóknara í þessu máli,“ segir í tilkynningunni. 

Embætti héraðssaksóknara rannsakar nú málið. Hins vegar hefur eitt vitni í málinu þegar stigið fram. Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni við Dalveg í Kópavogi, lýsti grófu ofbeldi lögreglumannanna í samtali við Vísi.

Aðdragandi handtökunnar var að tveir pólskir menn voru ölvaðir og með læti við hamborgarastaðinn um kvöldmatarleyti. „Maðurinn streittist mikið á móti þegar hann var handtekinn og vinur hans sömuleiðis, því hann byrjaði að toga í manninn og lögreglumennina. Þegar hann gerði það drógu lögreglumennirnir upp kylfu og ýttu hinum niður í jörðina og börðu hann með kylfunni. Lögreglumaðurinn ýtti þessum handtekna svo inn í bílinn, en þegar maðurinn hélt áfram að streitast á móti byrjaði lögreglumaðurinn að lemja hann með kylfunni af fullum krafti og lamdi bílhurðinni ítrekað í sköflunginn á honum. Þetta var mjög harkalegt og gróft og ég hef aldrei séð annað eins.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár