Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn styrk­ir veru­lega stöðu sína sam­kvæmt nýrri könn­un, en sam­starfs­flokk­arn­ir í rík­is­stjórn, Björt fram­tíð og Við­reisn, þurrk­ast út.

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út
Fallnir út Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson yrðu ekki fulltrúar á Alþingi Íslendinga ef kosið væri nú. Mynd: Pressphotos

Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn myndu þurrkast út af þingi, ef kosið væri nú, miðað við niðurstöður spurningakönnunar MMR um stuðning við stjórnmálaflokka. 

Björt framtíð mælist einungis með 2,4 prósent fylgi, en fékk 7,2 prósent í alþingiskosningunum síðasta haust. Þá mælist Viðreisn með einungis 4,7 prósent fylgi, en fékk stuðning 10,5 prósenta í kosningunum.

Í alþingiskosningum koma einungis þeir flokkar til greina við úthlutun jöfnunarþingsæta sem fá yfir 5 prósent fylgi. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist hins vegar með sama fylgi og hann fékk í kosningum, eða 29,3 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist um 34 prósent, en samanlagður stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samkvæmt þessu er 36,4 prósent.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár