Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Brotist inn í Jónshús - sprautur í kjallaranum. Dagbók frá Kaupmannahöfn X.

Ill­ugi Jök­uls­son verst inn­brots­þjóf­um fim­lega! Eða ekki.

Brotist inn í Jónshús - sprautur í kjallaranum. Dagbók frá Kaupmannahöfn X.
Jónshús - Ef myndin prentast vel sést við húshliðina káta appelsínugula reiðhjólið sem hefur borið mig um borgina undanfarnar tvær vikur.

Kaupmannahöfn er afar hyggelig borg, og vistin hér í Jónshúsi hefur verið einstaklega þægileg.

Borgin er þó greinilega ekki alveg hættulaus.

Í hitteðfyrradag var til dæmis brotist inn í húsið í annað sinn á stuttum tíma.

Þjófur braut sér leið gegn útihurðina og fór inn til að ræna og rupla.

Ekki voru það þó gamlir munir úr eigu Jóns forseta eða Ingibjargar konu hans sem hann ásældist, né mikilvæg handrit fræðimanna.

Þess í stað fór hann niður í kjallara, þar sem er sjálfsali, braut hann upp og stal eilítilli skiptimynt.

Sama mun þjófurinn raunar hafa gert hið fyrra sinni.

Eftir að hafa náð í skiptimyntina brá hann sér svo á klósettið þar í kjallaranum og sprautaði sig svolítið.

Menn gera það víst sumir.

Þjófurinn náðist á eftirlitsmyndavél og nú hefur verið komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Og ég hér uppi á fjórðu hæð varð ekki var við neitt.

Þegar ég sá myndina af honum úr eftirlitsmyndavélinni uppgötvaði ég hins vegar að ég hafði séð hann daginn áður. 

Þá heyrði ég illskuleg hróp og köll utan af götu og þegar ég leit út sá ég tvo menn rífast heiftarlega.

Reyndar reifst annar þeirra við hinn, sem fór undan í flæmingi.

Sá æsti varð að lokum svo hamslaus af bræði að hann sló stórum plastpoka sem hann var með - og bersýnilega var fullur af flöskum - utan í nálægan bíl og mölvaði í honum rúðu.

Svo hlupu þeir báðir brott.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár