Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brotist inn í Jónshús - sprautur í kjallaranum. Dagbók frá Kaupmannahöfn X.

Ill­ugi Jök­uls­son verst inn­brots­þjóf­um fim­lega! Eða ekki.

Brotist inn í Jónshús - sprautur í kjallaranum. Dagbók frá Kaupmannahöfn X.
Jónshús - Ef myndin prentast vel sést við húshliðina káta appelsínugula reiðhjólið sem hefur borið mig um borgina undanfarnar tvær vikur.

Kaupmannahöfn er afar hyggelig borg, og vistin hér í Jónshúsi hefur verið einstaklega þægileg.

Borgin er þó greinilega ekki alveg hættulaus.

Í hitteðfyrradag var til dæmis brotist inn í húsið í annað sinn á stuttum tíma.

Þjófur braut sér leið gegn útihurðina og fór inn til að ræna og rupla.

Ekki voru það þó gamlir munir úr eigu Jóns forseta eða Ingibjargar konu hans sem hann ásældist, né mikilvæg handrit fræðimanna.

Þess í stað fór hann niður í kjallara, þar sem er sjálfsali, braut hann upp og stal eilítilli skiptimynt.

Sama mun þjófurinn raunar hafa gert hið fyrra sinni.

Eftir að hafa náð í skiptimyntina brá hann sér svo á klósettið þar í kjallaranum og sprautaði sig svolítið.

Menn gera það víst sumir.

Þjófurinn náðist á eftirlitsmyndavél og nú hefur verið komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Og ég hér uppi á fjórðu hæð varð ekki var við neitt.

Þegar ég sá myndina af honum úr eftirlitsmyndavélinni uppgötvaði ég hins vegar að ég hafði séð hann daginn áður. 

Þá heyrði ég illskuleg hróp og köll utan af götu og þegar ég leit út sá ég tvo menn rífast heiftarlega.

Reyndar reifst annar þeirra við hinn, sem fór undan í flæmingi.

Sá æsti varð að lokum svo hamslaus af bræði að hann sló stórum plastpoka sem hann var með - og bersýnilega var fullur af flöskum - utan í nálægan bíl og mölvaði í honum rúðu.

Svo hlupu þeir báðir brott.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár