„KÞBAVD stendur fyrir „Konur þurfa bara að vera duglegri“. Við þá setningu má bæta svo til hverju sem er,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem tók þátt í að ýta átakinu af stað. „Skammstöfuninni er ætlað að deila á þá heimskulegu hugmyndafræði að konur beri ábyrgð á að rétta við hvers konar misrétti sem þær verða fyrir. Áherslan á ekki að vera á það hvernig konur eigi að klæða sig, hvert þær eigi að fara og hvernig þær eigi að haga sér til að komast hjá því að karlar beiti þær ofbeldi. Áherslan á ekki að vera á það hvernig konur ættu að haga lífi sínu til að fá völd, áhrif og peninga til jafns við karla. Áherslan á að vera á það hvernig við getum breytt gildunum og viðhorfunum sem liggja að baki misréttinu sem við upplifum á eigin skinni á hverjum degi.“
Stofnuðu vefsíðu
Feminísk skrif eftir bæði konur …
Athugasemdir