Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundin fékk flest ljósmyndaverðlaun og verðlaun fyrir viðtal ársins

Ingi­björg Dögg Kjart­ands­dótt­ir, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, fékk blaða­manna­verð­laun fyr­ir við­tal árs­ins, Eng­ill­inn sem villt­ist af leið. Meira en helm­ing­ur verð­launa Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags Ís­lands veitt ljós­mynd­um sem tekn­ar voru fyr­ir Stund­ina.

Stundin fékk flest ljósmyndaverðlaun og verðlaun fyrir viðtal ársins
Frá verðlaunaafhendingunni Heiða Helgadóttir ljósmyndari, Kristinn Magnússon ljósmyndari og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Mynd:

Heiða Helgadóttir ljósmyndari fékk í dag fern af átta verðlaunum Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir ljósmyndir sínar í Stundinni. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, fékk blaðamannaverðlaun Íslands í flokknum Viðtal ársins, fyrir grein sína um Kristínu Gerðu Guðmundsdóttur, Engillinn sem villtist af leið

Portrettmynd ársinsGuðni Th. Jóhannesson áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Mynd úr viðtalstöku Kristins Magnússonar fyrir Stundina.

Þá fékk Kristinn Magnússon ljósmyndari verðlaun fyrir portrettmynd sína af Guðna Th. Jóhannessyni, sem tekin var í viðtalaröð Stundarinnar við forsetaframbjóðendur.

Heiða Helgadóttir fékk verðlaun í flokknunum mynd ársins, fréttamynd ársins, myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins. Þetta er annað árið í röð sem fréttaljósmynd ársins er úr Stundinni, sem og myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins.

Fréttamynd ársins var tekin fyrir frétt Stundarinnar þegar hælisleitendur voru dregnir út úr Laugarneskirkju af lögreglu í júní í fyrra. Þá var verðlaunamyndin í flokknum daglegt líf tekin fyrir umfjöllun Stundarinnar um undirbúning fyrir keppni í módelfitness. Myndaröð ársins var tekin fyrir Stundina vegna greinar um Íranann Morteza Zadeh, sem beið brottvísunar til Írans, þar sem hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir að taka upp kristna trú. 

Mynd ársinsMorteza Songol Zadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. Ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku.
Daglegt líf mynd ársinsIngibjörg Sölvadóttir, 28 ára rennismiður, tók þátt í módelfitness í fyrsta skipti, hún undirgekkst harðar æfingar, strangt mataræði og einangrun til að stíga á svið einn dag. Fyrir keppnina eru keppendur mældir og vigtaðir og keppnisfötin tekin út svo allt sé í samræmi við reglur. Myndin var tekin af Heiðu Helgadóttur fyrir Stundina.

„Nærgætni og fagmennska“

Þetta er í fimmta sinn sem Ingibjörg Dögg fær tilnefningu til blaðamannaverðlauna og í annað skiptið sem hún hreppir þau.  Í rökstuðningi dómnefndar um viðtal ársins segir: „Viðmælandinn, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, rekur örlög systur sinnar, Kristínar Gerðar, sem svipti sig lífi eftir langa og harða baráttu við eiturlyfjafíkn og geðsjúkdóma. Í kjölfar misnotkunar í æsku leiddist Kristín Gerður út í vændi og árum saman glímdi hún við afleiðingar þess; yfirþyrmandi angist, vonleysi og hræðslu. Ingibjörg Dögg nálgast vandmeðfarinn efnivið af nærgætni og fagmennsku. Hún nær góðu sambandi við viðmælanda sinn og dýpkar frásögnina með heimildavinnu. Þannig styðst Ingibjörg Dögg meðal annars við dagbókarfærslur hinnar látnu systur og nafnlaus viðtöl sem Kristín Gerður veitti í lifanda lífi. Engillinn sem villtist af leið er áminning um hversu erfitt það er að komast út úr svo erfiðum aðstæðum, hve litla aðstoð er að fá og hvernig kerfið brást Kristínu Gerði á ögurstundu.“

Fréttamynd ársinsTveir ungir hælisleitendur frá Íran voru dregnir út úr Laugarneskirkju í sumar með lögregluvaldi og sendir til Noregs. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, ákváðu að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendunum skjól um nóttina. Myndin birtist í vefútgáfu Stundarinnar.

Jóhannes Kr. blaðamaður ársins

Brúneggjamálið, sem Tryggvi Aðalbjörnsson opnaði í Kastljósinu, fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Dómnefndin sagði málið „eitt stærsta neytenda- og dýravelferðarmál undanfarinna ára“.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins, þáttaröðina Leitin að upprunanum, þar sem Sigrún „uppfyllti ósk þriggja ættleiddra kvenna um að hitta líffræðilegar mæður sínar“. 

Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins 2016 fékk Jóhannes Kr. Kristjánsson verðlaunin fyrir sinn hlut í úrvinnslu og birtingu Panama-skjalanna, en birting frétta úr upplýsingum skjalanna var í samstarfi við Aðalstein Kjartansson, Kastljósið, Stundina, Kjarnann og Fréttatímann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár