Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 38 milljörðum króna, samanborið við 37,5 milljarða króna árið áður, samkvæmt ársuppgjöri bankans sem birt var í dag.
Í tilkynningunni kemur fram að arðsemi eigin fjár fyrir árið hafi verið 11,6 prósent, sem er í takt við fyrri ár. Bankaráð Landsbankans hyggst leggja til við aðalfund að greiða um 19 milljarða króna í arð til hluthafa, sem nemur um helmingi af hagnaðinum.
Þá er bankaráðið með til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu fyrir aðalfundinn.
Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur á árinu hafi numið 62,1 milljarði króna og hreinar þjónustutekjur 12,6 milljarðar króna. Útlán jukust um nær 77 milljarða króna frá áramótum. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,8 prósent í lok árs, sem er talsvert yfir lágmarkskröfum fjármálaeftirlitsins.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningunni að árangur ársins endurspegla traustan rekstur og að bankinn stefni að því að tryggja verðmætasköpun fyrir viðskiptavini og hluthafa.
















































Athugasemdir