Heimildin birti síðastliðinn miðvikudag grein sem byggir á viðtali við Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur prófessor í atferlisgreiningu við HÍ, sem fer stórum orðum um kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Hún fullyrðir að árangur skóla hafi dalað eftir að aðferðin var tekin upp, aðferðin byggi á úreltri hugmyndafræði sem hafi valdið skaða í öðrum löndum og Háskólinn á Akureyri eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta af aðferðinni. Engin þessara fullyrðinga stenst hins vegar skoðun eins og hér verður rakið nánar.
Er árangur barna í Byrjendalæsisskólum slakari en árangur barna í öðrum skólum?
Í greininni er vísað til „Úttektar Menntamálaráðuneytis frá árinu 2015“ sem hafi sýnt fram á að Byrjendalæsi hafi skilað nemendum slökum árangri. Menntamálaráðuneytið hefur enga slíka úttekt gert, hvorki fyrr né síðar. Gögnin sem vísað er til í greininni voru lögð fram í minnisblaði frá þá nýstofnaðri Menntamálastofnun haustið 2015. Þar var árangur nemenda á …


















































Athugasemdir