Danski hagfræðingurinn Lars Christensen segir að alþjóðasamfélagið verði að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn í samskiptum við Bandaríkin sé ekki aðeins Donald Trump heldur bandarískt samfélag og stofnanakerfi í heild. Þetta kemur fram í pistli sem Christensen skrifar á Facebook, þar sem hann varar við því að traust á Bandaríkjunum, dollaranum og alþjóðlegu fjármálakerfi sé að hrynja.
Christensen bendir á að þegar umheimurinn fylgist með „geðveikislegri hegðun Trumps og hótunum hans í garð bandamanna“ án þess að raunveruleg viðbrögð komi frá bandarískum almenningi, þinginu, Hæstarétti eða fjölmiðlum, verði niðurstaðan einföld: „Verðum við öll að álykta að Bandaríkin sætti sig við þessa hegðun.“
Í pistlinum segir hann að bandarískur almenningur virðist telja að landið eigi rétt á sérstöðu þar sem reglur og viðmið gildi ekki með sama hætti og annars staðar. Afleiðingin sé sú að Bandaríkin hafi í reynd svikið þá alþjóðlegu skipan sem þau sjálf stóðu …

















































Athugasemdir