Miðflokkurinn hækkar flugið – mælist í 22 prósentum

Mið­flokk­ur­inn nálg­ast fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem enn er þó stærsti flokk­ur lands­ins. Við­reisn hef­ur tek­ið fram úr Sjálf­stæð­is­flokki og Flokk­ur fólks­ins mæl­ist ut­an þings.

Miðflokkurinn hækkar flugið – mælist í 22 prósentum

Miðflokkurinn mælist með yfir 22,2 prósenta fylgi og flug Samfylkingarinnar lækkar, í nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 13,5 prósent og hefur flokkurinn aðeins einu sinni mælst lægri í könnunum fyrirtækisins. Það var í september árið 2024, þegar hann mældist með 13,4 prósent.

Greint var frá niðurstöðunum í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar kom fram að Viðreisn mældist með 14,1 prósent fylgi og mælist því stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Samfylking mælist með 27 prósent en Flokkur fólksins með 4,3 prósent.

Það þýðir að flokkurinn næði ekki yfir 5 prósenta markið sem tryggði honum jöfnunarsæti á þingi og þyrfti því að treysta á að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, til að þurrkast ekki út.

Framsóknarflokkur mælist með 7,1 prósent, sem er litlu meira en flokkurinn hefur gert í síðustu könnunum. Sósíalistar, Píratar og Vinstri græn mælast enn utan þings, en Sósíalistar og Píratar mælast bæði með 4,1 prósenta fylgi og Vinstri græn með 3,7 prósent. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár