Vélfag til rannsóknar og stjórnarformaðurinn handtekinn

Hér­aðssak­sókn­ari réðst í hús­leit hjá Vélfagi í morg­un og hand­tók stjórn­ar­formann fyr­ir­tæk­is­ins. Grun­ur leik­ur á að Vélfag hafi brot­ið gegn þving­un­ar­að­gerð­um sem fyr­ir­tæk­ið sæt­ir vegna tengsla sinna við Rúss­land.

Vélfag til rannsóknar og stjórnarformaðurinn handtekinn

Húsleit og handtökur áttu sér stað í morgun í tengslum við rannsókn yfirvalda á starfsemi Vélfags. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna viðskiptaþvingana sem beinast gegn Rússlandi, í tengslum við innrás þeirra í Úkraínu. 

„Við erum að hefja rannsókn á málefnum Vélfags, í tengslum við það eru þessar aðgerðir,” segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Heimildina. Embættið sem hann fer fyrir er með rannsókn málsins. Ólafur Þór sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu þar sem aðgerðirnar væru yfirstandandi. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er til rannsóknar hvort Vélfag hafi brotið gegn þvingunaraðgerðum sem fyrirtækið sætir. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfag, var handtekinn þegar aðgerðirnar fóru af stað í morgun. Þær standa enn yfir. RÚV greindi frá því í morgun en Heimildin hefur upplýsingar um að svo hafi verið.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár