Húsleit og handtökur áttu sér stað í morgun í tengslum við rannsókn yfirvalda á starfsemi Vélfags. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna viðskiptaþvingana sem beinast gegn Rússlandi, í tengslum við innrás þeirra í Úkraínu.
„Við erum að hefja rannsókn á málefnum Vélfags, í tengslum við það eru þessar aðgerðir,” segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Heimildina. Embættið sem hann fer fyrir er með rannsókn málsins. Ólafur Þór sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu þar sem aðgerðirnar væru yfirstandandi.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er til rannsóknar hvort Vélfag hafi brotið gegn þvingunaraðgerðum sem fyrirtækið sætir. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfag, var handtekinn þegar aðgerðirnar fóru af stað í morgun. Þær standa enn yfir. RÚV greindi frá því í morgun en Heimildin hefur upplýsingar um að svo hafi verið.















































Athugasemdir