Össur kallar Sigmar „mannfjanda“ í deilu um utanríkisstefnu Íslands

Deilt er um það í ís­lensk­um stjórn­mál­um hvort Ís­landi eigi að halla sér að Evr­ópu­sam­band­inu eða Banda­ríkj­un­um. Öss­ur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, reidd­ist þing­manni Við­reisn­ar vegna meintra ald­urs­for­dóma í um­mæl­um um Ólaf Ragn­ar Gríms­son, sem bend­ir vest­ur um haf.

Össur kallar Sigmar „mannfjanda“ í deilu um utanríkisstefnu Íslands
Sigmar á þingi Þingmaður Viðreisnar, sem styður aðild að Evrópusambandinu, gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson óbeint eftir viðtal í Silfrinu, þar sem forsetinn fyrrverandi vísaði Íslendingum vestur um haf frekar en til Brussel í yfirstandandi sviptivindum í heimsmálum. Mynd: Bára Huld Beck

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, kallar Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, „mannfjanda“ í viðbrögðum hans við færslu þar sem Sigmar gerir lítið úr fyrrverandi stjórnmálamönnum með áherslu á samband við Bandaríkin.

Eftir viðtal í Silfrinu á RÚV við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, sem lagði til að íslenska utanríkisþjónustan fundaði tvisvar í Washington fyrir hvern fund í Brussel, sagði Sigmar: 

„Það er talsvert framboð af öldnum höfðingjum sem horfa vestur um haf með aðdáun. Þeir eru sem betur fer allir fyrrverandi hitt og þetta.“ 

Í viðtalinu í Silfrinu hrósaði Ólafur Ragnar sérstaklega Össuri Skarphéðinssyni, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og sagði hann hafa unnið „merkasta plagg sem skrifað hefur verið á Vesturlöndum á síðari árum um samstarf við Grænland“, í skýrslu sem skilað var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra fyrir fimm árum. Ólafur Ragnar kvaðst svo sammála mati Össurar um að Ísland væri í ágætri stöðu, þrátt fyrir að Bandaríkin virtu ekki lengur fullveldi þegar kemur að næsta nágrannaríki.

Sami Össur reiddist Sigmari og sakaði hann um aldursfordóma gagnvart Ólafi Ragnari og hugsanlega fleirum, en Ólafur Ragnar er 82 ára, Össur 72 ára og Sigmar 56 ára.

„Kanntu ekki mannasiði, mannfjandi?! Ég og þú kunnum að vera annarrar skoðunar en Ólafur Ragnar Grímsson á Evrópusambandinu en skoðanir hans á því, Bandaríkjunum og eftir atvikum öðrum stórveldum, eru fullrar virðingar verðar, og þú eða þið í Viðreisn vinnið enga slagi, allra síst um Evrópu, með því að tala niður til fólks,“ sagði Össur. Hann vitnaði síðan til færslu Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns Sigmunds Davíð Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um gagnrýni Ólafs Ragnars á utanríkisstefnu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er utanríkisráðherra.

„Utanríkisstefna Viðreisnar fékk falleinkunn hjá ÓRG í Silfrinu í kvöld, hann pakkaði því nokkuð snyrtilega saman. Viðbrögðin við þeim skelli eru fremur súr,“ sagði Björn Ingi á X. Undir þetta virðist Össur taka.

„Björn Ingi las orð hans úr Silfrinu um aðferðafræði hárrétt, og margir fleiri eru sömu skoðunar, bara svo þú vitir það. Fyrir hönd allra „aldraðra höfðingja“ og „fyrrverandi" segi ég bara: Betur að Viðreisn hefði einhverja slíka í sínum röðum. Eitt er að klúðra niður fylginu en mér sýnist að þið séuð á sömu leið með Evrópumálin. Sparaðu þér svo aldursfordóma næst þegar þú sest við skjáinn, sem þú út af fyrir sig mættir alveg sleppa.“

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem Össur sat í sem utanríkisráðherra, sótti um aðild að Evrópusambandinu 17. júlí 2009, sem dregin var til baka af næstu ríkisstjórn. 

Í þetta sinn ætlar ríkisstjórnin sér að halda þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt verður um aðild, og er hún fyrirhuguð vorið 2027.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár