Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í morgun að hann sé að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Miðflokkinn. Þetta tilkynnti hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. „Fyrir því eru margvíslegar ástæður,“ sagði hann og bætti strax við að honum þætti vænt um Sjálfstæðisflokkinn.
Helgi sagði ákvörðunina hafa mótast af djúpstæðum pólitískum ágreiningi um stefnu innan borgarstjórnar, þar sem hann hafi ekki fundið sig lengur í stefnu Sjálfstæðisflokksins í nokkrum lykilmálum.
„Miðflokkurinn er í sókn í skoðanakönnunum“
„Það eru nokkur grundvallaratriði þar sem ég tel að flokkurinn hafi farið af leið, bæði í borgarmálum og í landsmálum,“ sagði hann.
Á meðal þess sem Helgi nefndi var ósamkomulag um samgöngumál, þar á meðal hugmyndir um borgarlínuverkefni, sem og óánægja með umræðu og áherslur innan borgarstjórnar sem hann taldi eyða tíma í minni háttar mál frekar en þau stóru.
Helgi gagnrýndi einnig það sem hann lýsti sem pólitískri rétthugsun …
















































Athugasemdir