„Útkoman úr þessu var hræðileg, og þetta hefur verið vitað í áratugi,“ segir Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, um fræðilegar hugmyndir sem Byrjendalæsi byggir á, sem er lestrarkennsluaðferð sem er kennd við helming grunnskóla hér á landi.
Zuilma Gabríela gagnrýndi nálgunina strax árið 2015, þegar fyrstu viðvörunarbjöllurnar voru farnar að hringja vegna slaks árangurs íslenskra nemenda í lestri.
Náskylt misheppnaðri kennsluaðferð
Í minnisblaði menntamálaráðuneytisins árið 2015 kom fram að lesskilningi barna hefði beinlínis hrakað eftir að íslenskir skólar fóru að notast við Byrjendalæsi árið 2004. Aðferðin byggir á umdeildri kennsluaðferð sem kallast á ensku „balanced literacy“ eða samvirk nálgun við lestur. Aðferðinni er ætlað að vera eins konar millivegur milli „whole language“-aðferðarinnar og hefðbundinnar hljóðaaðferðar (e. phonics). Stefnurnar eru þó náskyldar að mati fræðimanna.
Zuilma Gabríela segir meginmun þessara aðferða vera að hljóðaaðferðin sé svokallað eindaraðferðarlíkan, oft kallað bottom-up módelið, þar sem börn læra …
















































Athugasemdir