Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki finna sig knúinn til að hugsa eingöngu um frið, þar sem hann hafi ekki fengið friðarverðlaun Nóbels. „heldur get ég nú hugsað um það sem er gott og rétt fyrir Bandaríki Norður-Ameríku“.

Þetta skrifaði hann í skilaboðum til Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Støre staðfestir við norska fjölmiðla að hann hafi fengið skilaboðin frá Trump á sunnudagskvöld. Þau hafi verið svar við skilaboðum sem hann sendi Bandaríkjaforseta fyrr um daginn.
Støre hafði í skilaboðum sínum borið fram beiðni sína og Alexander Stubb, forseta Finnlands, um símafund með Trump vegna tolla sem hann hefur lagt á ríkin tvö, og fleiri, til að þrýsta á um að fá Grænland.
Í samtali við NRK segist Støre líka hafa margítrekað útskýrt fyrir Trump að það sé ekki norska ríkið …



















































Athugasemdir