M
amma mín greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári en það gengur vel núna. Þegar einhver svona náinn manni greinist með sjúkdóm og það hefur varla neinn í fjölskyldunni okkar fengið krabbamein, þá er það alveg sérstaklega mikið sjokk.
Maður fer að hugsa meira út í það sem maður er að gera, hvernig maður er að hugsa um sig, hvað maður er að borða og allt. Þannig að það er ofarlega hjá mér núna að hugsa um sjálfa mig og vera dugleg að hitta fjölskylduna mína.
Til dæmis ákvað ég að byrja að lyfta vegna þess að mig langar að vera með sterk bein til að geta tekist á við það ef maður fær eitthvað. Allt í einu fór ég líka að pæla í því hvað er í fötunum okkar. Þau liggja líkamanum næst og það er oft ógeðslega mikið plast í þeim. Það er alls konar sem maður pælir …



















































Athugasemdir