„Ég er einstaklega spenntur en líka kannski pínulítið kvíðinn fyrir sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara næsta vor. Einhver umræða hefur verið undanfarið um hinsegin fræðslu í skólum og hvort hún eigi yfir höfuð rétt á sér. Það verður uppljóstrandi að sjá hvort einhverjir stjórnmálaflokkar taki málið upp í aðdraganda komandi kosninga og leggi jafnvel til að dregið verði úr hinsegin fræðslu og/eða að henni verði alfarið hætt. En það er alveg ljóst að hinsegin fræðsla í skólum hefur víðtækt forvarnargildi, bæði fyrir hinsegin börn og ungmenni og einnig þau sem eru það ekki.
Íslenska forvarnarmódelið leggur áherslu á að styrkja verndandi þætti og draga úr áhættuþáttum í umhverfi barna og ungmenna. Hinsegin fræðsla fellur vel að þeim hugmyndum þar sem hún eflir félagsfærni allra barna, getur styrkt sjálfsmynd þeirra sem eru hinsegin og ýtir undir fulla þátttöku hinsegin barna og ungmenna í skólasamfélaginu sem og í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- …























































Athugasemdir