Björg vill leiða Viðreisn

Björg Magnús­dótt­ir, fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur borg­ar­stjóra í tíð Ein­ars Þor­steins­son­ar, gef­ur kost á sér í odd­vita­vali Við­reisn­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Björg vill leiða Viðreisn

Björg Magnúsdóttir vill leiða lista Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún er sú þriðja til að gefa kost á sér til þess en Viðreisnarfólk velur sér oddvita í leiðtogaprófkjöri í lok janúar.

Björg var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, þegar hann gegndi embætti borgarstjóra um skeið á kjörtímabilinu. Í tilkynningu vegna framboðsins segist hún hafa séð í því starfi hversu flókið og dýrt borgarkerfið sé, á meðan „grunnþjónustan hefur drabbast niður og traust til borgarstjórnar er í algjöru rugli“.

„Ég vil vera hluti af nýrri kynslóð í borgarstjórn sem er réttu megin við núllið og sinnir vel lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Setur fókus á leik- og grunnskóla, stöðugt lóðaframboð, raunhæf tækifæri fyrir ungt fólk til að kaupa íbúð og einfaldar eins og hægt er leikreglur fyrir uppbyggingaraðila húsnæðis og fólk sem gerist svo djarft að stofna fyrirtæki eða veita þjónustu í borginni,“ segir hún í tilkynningunni.

Viðreisn á einn borgarfulltrúa í dag, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Flokkurinn mælist með 9,7 prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup sem framkvæmd var í desember. Það myndi tryggja flokknum tvö sæti í borgarstjórn.

Auk Bjargar hafa þeir Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, og Róbert Róbertsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, gefið kost á sér. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár