Ekki er lengur sérstök deild sem sinnir fréttaþjónustu á mbl.is, vef Morgunblaðsins, heldur hafa allar þrjár fréttadeildir Morgunblaðsins verið sameinaðar í eina. Þar með fellur niður formleg skipting milli blaðamanna sem skrifa fyrst og fremst fyrir vefinn annars vegar og prentaða Morgunblaðið hins vegar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Morgunblaðinu þar sem greint er frá skipulagsbreytingum á ritstjórn blaðsins og vefsins. Samhliða sameiningu almennra fréttadeilda hefur sérstök viðskiptadeild einnig verið lögð niður og sameinuð hinu nýja fyrirkomulagi.
Yfir sameinaðri fréttadeild er nú aðalfréttastjóri, Matthías Johannessen, sem áður stýrði viðskiptadeild Morgunblaðsins.
Í tilkynningunni segir að markmið breytinganna sé að efla samspil vefs og prentútgáfu og tryggja áskrifendum og lesendum öflugri og skilvirkari fréttaþjónustu. Breytt umhverfi upplýsinga og fjölmiðlunar kalli á aukinn hraða, aukið samstarf milli miðla og skilvirkari fréttavinnslu.
Í kjölfar breytinganna hættir vikuleg útgáfa ViðskiptaMoggans. Á móti verður viðskiptasíðum í aðalblaði Morgunblaðsins fjölgað og áhersla aukin á viðskiptaumfjöllun á …














































Athugasemdir