Blaðamenn Morgunblaðsins og mbl í eina sæng

Þær deild­ir inn­an rit­stjórn­ar Morg­un­blaðs­ins sem sinntu ann­ars veg­ar skrif­um í prent­aða blað­ið og hins veg­ar á vef­inn mbl.is hafa ver­ið sam­ein­að­ar. Sér­stakri við­skipta­út­gáfu hef­ur ver­ið hætt.

Blaðamenn Morgunblaðsins og mbl í eina sæng

Ekki er lengur sérstök deild sem sinnir fréttaþjónustu á mbl.is, vef Morgunblaðsins, heldur hafa allar þrjár fréttadeildir Morgunblaðsins verið sameinaðar í eina. Þar með fellur niður formleg skipting milli blaðamanna sem skrifa fyrst og fremst fyrir vefinn annars vegar og prentaða Morgunblaðið hins vegar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Morgunblaðinu þar sem greint er frá skipulagsbreytingum á ritstjórn blaðsins og vefsins. Samhliða sameiningu almennra fréttadeilda hefur sérstök viðskiptadeild einnig verið lögð niður og sameinuð hinu nýja fyrirkomulagi.

Yfir sameinaðri fréttadeild er nú aðalfréttastjóri, Matthías Johannessen, sem áður stýrði viðskiptadeild Morgunblaðsins.

Í tilkynningunni segir að markmið breytinganna sé að efla samspil vefs og prentútgáfu og tryggja áskrifendum og lesendum öflugri og skilvirkari fréttaþjónustu. Breytt umhverfi upplýsinga og fjölmiðlunar kalli á aukinn hraða, aukið samstarf milli miðla og skilvirkari fréttavinnslu.

Í kjölfar breytinganna hættir vikuleg útgáfa ViðskiptaMoggans. Á móti verður viðskiptasíðum í aðalblaði Morgunblaðsins fjölgað og áhersla aukin á viðskiptaumfjöllun á …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár