Þrátt fyrir að spenna og óveðursský hrannist upp í heimsmálum, hvort sem við horfum til Evrópu, Asíu eða Ameríku, þá erum við hér á Íslandi um margt í öfundsverðri stöðu. Vissulega erum við að berjast við forna fjendur, þráláta verðbólgu og vaxtastig en það er þó að einhverju marki heimatilbúinn vandi. Við höfum áður náð árangri í þeirri baráttu með samstilltu átaki.
Eitt af því sem við þurfum að leggja höfuðáherslu á er samkeppnishæfni Íslands. Í dag erum við með Evrópumet í sköttum og álögum á fjármálakerfið. Við erum með þrjá mismunandi skatta, sérstaklega hannaða til að skattleggja fjármálakerfið, sem aðrar atvinnugreinar greiða ekki og á meðan löndin í kringum okkur eru með færri skatta. Þá erum við með hærri eiginfjárkröfur sem og 3 prósent vaxtalausa bindiskyldu á meðan hún er 1 prósent víðast hvar í kringum okkur. Þetta hljómar kannski sakleysislega en samanlagt eru þetta …





















































Athugasemdir