Þegar ég horfi fram á veginn til ársins 2026 horfi ég helst til samstöðu fólks í samfélaginu. Samstaða birtist ekki bara í mótmælum, samstöðufundum eða yfirlýsingum heldur líka í því hvernig fólk lætur rödd sína heyrast og krefst ábyrgðar af þeim sem fara með vald.
Samstaða hefur sýnt okkur að hún getur haft raunveruleg áhrif. Slíkt mátti sjá í ákvörðun um að taka ekki þátt í Eurovision.
„Ákvarðanir um húsnæðisuppbyggingu verða áberandi á árinu“
Í starfi mínu sem borgarfulltrúi sé ég líka skýrt hvernig ákvarðanir snerta fólk beint. Árið sem við göngum inn í mun kalla á stórar ákvarðanir, bæði í nærumhverfi okkar og hvernig við bregðumst við því sem gerist utan landsteinanna. Þá skiptir máli að fólk finni að ákvarðanir séu teknar út frá væntingum samfélagsins og þeirra sem þurfa mestan stuðning.
Ég er viss um að umræða og ákvarðanir um húsnæðisuppbyggingu verða áberandi á árinu og …























































Athugasemdir