Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, þrátt fyrir að hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og áskorunum undanfarnar vikur.
Í yfirlýsingu segir Guðlaugur Þór að hann hafi alvarlega íhugað framboð sitt en komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka hans í prófkjöri gæti kallað fram flokkadrætti sem hafi reynst flokknum erfiðir á undanförnum árum. Slíkt telji hann ekki þjóna hagsmunum Sjálfstæðisflokksins á þessum tímapunkti.
Guðlaugur Þór nýtir tækifærið og gagnrýnir harðlega stjórn vinstrimeirihlutans í Reykjavík og segir borgina standa frammi fyrir alvarlegum vanda, meðal annars í fjármálum, samgöngum og regluverki. Hann telur þó að raunhæf sóknarfæri séu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum, að því gefnu að flokksmenn gangi samhentir til verka.
Hann segist ætla að leggja sitt af mörkum til að styðja við forystu flokksins í höfuðborginni og vinna að því markmiði að ná aftur meirihluta í borgarstjórn.














































Athugasemdir