Guðlaugur ekki fram í borginni

Þing­mað­ur­inn Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ætl­ar ekki að gefa kost á sér í odd­vita­vali Sjálf­stæð­is­flokks í borg­inni. Hann hef­ur ver­ið orð­að­ur við fram­boð um langt skeið en seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að það gæti kall­að fram flokka­drætti sem hafi reynst flokkn­um erf­ið­ir á und­an­förn­um ár­um.

Guðlaugur ekki fram í borginni

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, þrátt fyrir að hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og áskorunum undanfarnar vikur.

Í yfirlýsingu segir Guðlaugur Þór að hann hafi alvarlega íhugað framboð sitt en komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka hans í prófkjöri gæti kallað fram flokkadrætti sem hafi reynst flokknum erfiðir á undanförnum árum. Slíkt telji hann ekki þjóna hagsmunum Sjálfstæðisflokksins á þessum tímapunkti.

Guðlaugur Þór nýtir tækifærið og gagnrýnir harðlega stjórn vinstrimeirihlutans í Reykjavík og segir borgina standa frammi fyrir alvarlegum vanda, meðal annars í fjármálum, samgöngum og regluverki. Hann telur þó að raunhæf sóknarfæri séu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum, að því gefnu að flokksmenn gangi samhentir til verka.

Hann segist ætla að leggja sitt af mörkum til að styðja við forystu flokksins í höfuðborginni og vinna að því markmiði að ná aftur meirihluta í borgarstjórn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár